Louis Roederer

Kampavínshúsið Louis Roederer var upphaflega stofnað árið 1776 sem Dubois Père & Fils.  Á þeim tíma voru einungis um 10 kampavínshús í Montagne de Reims, de la Marne og Coté des Blancs í Frakklandi! Louis Roederer erfði þetta kampavínshús frá föðurbróður sínum Mr. Dubois, árið 1833  og gaf því nafnið sitt sem við þekkjum svo vel í dag. Louis Roederer “fyrsti” er talinn einn áhrifamesti einstaklingurinn varðandi  áhrif á þróun kampavíns og kampavínsverslunar.

Louis Roederer hefur verið valið “virtasta kampavínshús í heimi” síðastliðin fjögur ár af rúmlega 300 vínspekúlöntum, sommelierum og sérhæfðum vínsmökkurum sem Drinks International kallar árlega saman: Árin 2020, 2021, 2022 og 2023!! Það hefur aldrei farið neðar en þriðja sæti síðastliðin fimm ár.

Ekkert kampavínshús hefur leikið þetta eftir.

Þetta heimsþekkta kampavínshús er stærsta sjálfstæða /fjöldskyldurekna vínhúsið í kampavínshéraði Frakklands (maisons de champagne) og enn í eigu sömu fjölskyldu. Því er stjórnað af  Frédéric Rouzaud sem er fulltrúi sjöundu kynslóðar Louis Roederer ættarinnar! 

Kjallarameistari Louis Roederer er einn besti og virtasti kjallarameistari heims,  Jean-Baptiste Lecaillon.

Ein sérstaða þessa magnaða kampavínshúss er að um miðja 18. öld eignaðist Louis Roederer margar af bestu Grand Cru víngörðunum í Champagne héraði Frakklands. Þetta var  óvenjulegt á þeim tíma þar sem nánast öll kampavínshúsin áttu ekki Grand Cru ekrur heldur keyptu Grand Cru vínber sín annars staðar frá.

Louis Roederer á 242 ha. lands og framleiðir tæplega 80% af sínum þrúgum sjálfir sem er hæsta hlutfall í héraðinu hjá tiltölulega stóru og heimsþekktu kampavínshúsi. Þetta gerir þeim kleift að rækta sínar eigin Grand Cru þrúgur fyrir ÖLL vintage vínin sín og rúmlega það. Þeir eru því lítið háðir öðrum ræktendum eins og mörg þekktu kampavínshúsin eru. Þannig lagði Louis Roederer grunninn að sínum frábæru kampavínum því þeir geta stjórnað nákvæmlega öllum ferli ræktunarinnar.

Þetta var t.d. lykillinn að því Alexander II Rússlandskeisari bað Louis Roederer árið 1876 að búa til “besta kampavín í heimi” fyrir sig og sína hirð í konungshöllinni. Tsarinn var mikill áhugamaður um gott kampavín og sérstakur aðdáandi Louis Roederer. Þetta kampavín keisarans átti að endurspegla allt það besta í  einu kampavíni. Algjört hámark gæða. Einnig heimtaði keisarinn að þetta yrði kristalsflaska eða gegnsæ svo hann gæti séð hvort eitri hefði verið bætt í. Einnig mátti alls ekki vera neitt „innskot“ í botni flöskunnar þar sem mögulega væri hægt að koma fyrir sprengiefni! Varfærni hans var mjög skiljanleg þar sem helmingur fyrri 12 keisara Rússlands voru myrtir, örlög sem áttu einnig eftir að verða örlög Alexanders þrátt fyrir varfærnina!

Vegna Grand Cru vínekrukaupanna gat Louis Roederer uppfyllt þessa ósk Alexander II og kampavínið Cristal varð til sem fyrsta “Prestige” kampavín heims!   Næsti Rússlandskeisari, Nikolai II erfði sama smekk og faðir sinn og lét Cristal áfram vera kampavín Romanoffættarinnar, allt  þar til að rússneska byltingin hélt innreið sína 1917, með þeim voðaatburðum sem þá urðu.

Louis Roederer er stærsta byodynamíska kampavínshús í heimi með 115 ha. af 240 ha. sem lífrænt ræktaðir / vottaðir vínakrar. Hinir 125 ha. eru lífrænt ræktaðir en óvottaðir. Louis Roederer neitar að nota nokkurn áburð fyrir utan líffræðilegan rotmassa og hættu að nota illgresiseyði árið 1998 . Öll vintage kampavín hússins eru 100% byodynamísk!

Frá stofnum Champagne Louis Roederer hefur húsið verið samheiti fyrir virtustu og bestu kampavínshús heims.

Louis Roederer var valið sérstaklega vegna konungsvígslu Elísabetu II Englandsdrottningu, 1953.

Louis Roederer er “virtasta kampavínshús í heimi 2020, 2021, 2022 og 2023” að mati sérfræðinga Drinks International.