Cristal Brut Vintage 2014 og 2015

36.500 kr.

Þrúgur; 60% Pinot Noir, 40% Chardonnay, 32% af víninu þroskað í eikartunnum.

Styrkur: 12,5%.

Sykurviðbót er 7,5 g / l.

Engin “malolactic gerjun”.

Cristal 2014 og 2015 er 100 % lífræn ( Biodynamic) með gullnum blæ  eins og þessu eðalkampavíni hæfir.   Öflugt og  flókið í bragði, sem stækkar kúlulega í “allar áttir” ef svo má að orði komast.  Afskaplega ljúffengt og einbeitt á tungu og góm.  Báðir þessir  árgangar Cristal (2014 og 2015)  sýna ótrúlega spennu og fullkomna slípaða “ariomatíska” nákvæmni.  Blanda af gulum ávöxtum, safaríkum þroskuðum ávöxtum, sítrus- og mandarínu og fínristuðum hnetum.   Áþreifanlegt, þétt og safaríkt bragð.  Glæsilegir krítartónar.

Endar stórt, kröftugt og bragðmikið með tón af salti.

Mjög langt og margslungið endabragð!

Djúpt og mikið vín, bjart og göfugt!

Cristal er fyrsta “prestige / Cuvée” kampavínið í heimi, eða frá 1876,  og það mest verðlaunaða.

Dómar: Vivino; 4.6 stig // Wine enthusiast; 97 stig // JamesSuckling.com; 98 stig // Wine Spectator; 98 stig; Falstaff; 99 stig

 

 

AffBlitzz ehf, Heiðrún

Á lager

Vörunúmer: C2 Vöruflokkur:

Lýsing

Cristal er flaggskip Louis Roederer og er almennt viðurkennt sem eitt besta kampavín í heimi. Cristal var upphaflega bruggað árið 1876 þegar Alexander II Prússakeisari heimsótti Louis Roederer og bað þá að búa til “besta kampavín í heimi” fyrir sig og sína hirð í konungshöllinni, en Prússakeisari var mikill áhugamaður um gott kampavín.

Á þessum tíma átti Louis Roederer flestar bestu grand cru ekrurnar í Reims og ræktuðu því sínar eigin Grand Cru þrúgur fyrir þetta “nýja” afburða kampavín. Louis Roederer gat þannig stjórnað nákvæmlega öllum ferli ræktunarinnar. Þetta er lykillinn að heimsfrægð og gæðum Cristal enn þann dag í dag!

Sonur Alexanders ll,  Nikolay II Prússakeisari hafði sama smekk og faðir sinn fyrir afburða kampavíni og því var Cristal  aðalkampavín keisaraættarinnar í 2 ættliði Romanoffættarinnar allt fram að rússnesku byltingunni 1917.

 

 

 

 

Viðbótar upplýsingar

Hérað

,

Þrúgur

40% Chardonnay (32% látið þroskast í eikartunnum), 60% Pinot Noir

Tegund

Magn

Passar vel með

Bleikur fiskur, Mildir og mjúkir ostar, Skelfiskur, Svínakjöt

Framleiðandi