PlumpJack Estate

PlumpJack víngerðin byrjaði sem lítil „nörda“ vínbúð fyrir hágæða vín, nálægt San Francisco árið 1992 af tveimur miklum vínáhugamönnum, Gavin Newsom og Gordon Getty.

Röð tilvilja varð til þess að nörda vínbúðin í hverfinu eignaðist einn elsta og eftirsóttasta víngarð í hjarta  Napa Valley, Oakville Estate Wineyard.  Þetta er víngarður frá árinu 1881. Frumkvöðlar  víngerðar í Napa Valley nýttu sér sérstöðu þessa vínakurs í dalbotninum, um 21 hektarar við rætur Vaca-fjallanna í hjarta Napa-dalsins.

Víngerðin var stofnuð þremur árum síðar, árið 1995. Síðan þá hefur PlumpJack bætt við sig 129 hekturum frá Michael Mondavi fjöldskyldunni svokölluð„Oso Vineyard“.

PlumpJack víngerðin er staðsett í hjarta hins fræga Oakville svæðis í Napa Valley.

Plumpjack sérhæfir sig í úrvals Cabernet Sauvignon og Chardonnay vínum.

Kjallarameistari þeirra, Aaron Miller, er meðlimur í svokölluðum „300 klúbbi“ eftir að árgangarnir 2013, 2015 og 2016 af PlumpJack Estate fengu fullt hús stiga frá Robert Parker, Wine Advocate.

PlumpJack Cabernet Sauvignon  var valið „vín ársins 2004“  af tímaritinu Wine Enthusiast. 

2002 og 2004 árgangarnir af PlumpJack Cabernet Sauvignon Reserve fengu báðir “Extraordinary” víneinkunnir, eða  96-100 stig frá víngagnrýnanda Robert Parker.

PlumpJack var fyrsta víngerðin í Napa Valley til að nota skrúftappa sem vínlokun á eðalvín (á dýrustu átöppunum)

PlumpJack á einnig vínhúsin  Cade, Odette og Adaptation Estate, öll í hjarta Napa Valley.