Notendaskilmálar

1. Almennt

Vefurinn AffBlitzz.is er í eigu fyrirtækisins AffBlitzz ehf, kt: 700499-2439 

Langholtsvegi 112 B, 104 Reykjavík. Með notkun á þessum vef samþykkir þú að vera bundin(n) af þessum skilmálum og að fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglum sem fylgir áfengiskaupum. Þessir skilmálar eiga við þennan vef og alla notkun hans. Ef þú samþykkir ekki þessa notkunarskilmála og þær takmarkanir sem skilmálunum fylgir  þá er þér óheimilt að nota þessa vefsíðu. Ef AffBlitzz ehf telur að notandi hafi á einhvern hátt brotið gegn fyrirtækinu eða skilmálum síðunnar þá áskilur AffBlitzz ehf sér rétt til að loka fyrir aðgang notanda og meina þeim framvegis aðgang að þjónustu fyrirtækisins.  AffBlitzz ehf er heimilt að endurskoða og breyta notkunarskilmálum hvenær sem er, án fyrirvara.

2. Fyrirvari um ábyrgð

Allar upplýsingar á vefnum AffBlitzz.is hvort sem um er að ræða almennan texta, vöru- og / eða þjónustulýsingar, verð eða myndir eru birtar með fyrirvara um villur.

3. Hugverk

Allar upplýsingar á vef AffBlitzz.is, þar með talið texti, myndir og önnur gögn, er bundið höfundarrétti.