Adaptation Estate

Adaptation vínin eru framleidd undir merki Odette vínhússins.

Adaptation er bruggað til hliðar með Odette, áður en vín frá Odette vínekrunum er tilbúið. Adaptation brúar þannig bilið meðan beðið er eftir nýjum árgöngum frá Odette.

Þá eru ekki notaðar þrúgur frá vínökrum Odette, heldur þrúgur frá nokkrum af þekktustu og sögufrægustu víngörðum víðsvegar um Napa Valley. Þetta eru sjálfbærir framleiðendur frá fjalllendi Howell Mountain til dalbotnsins í Oak Knoll, Stags Leap District og Carneros.

Þetta er gert til að fá meiri breidd ( kjallarameistarinn fær frjálsar hendur til að fullgera vínið) ásamt því að halda verðinu aðeins neðar.

Þessi fjölbreytileiki í ekrum hefur gert Odette kleift gegnum Adaptation vínin að búa til vín sem sýnir einstakan „terroir“ og breiðari tjáningu þeim sérstaka stað sem Napa dalurinn er!