Domaine Delaporte Sancerre

Domaine Delaporte er um 300 ára gamalt vínhús staðsett á vinstri bakka Louire árinnar í hjarta Chavignol,  beint á móti Poully-Fumé.  Vínhúsið er fjölskyldufyrirtæki, í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi, eða  frá 17. öld!

Domaine  Delaporte  er vottað vínhús til að  nota skilgreininguna „A.O.C. Sancerre“ við vínræktun sína.  Einungis 14 þorp í Chavignol  hafa slíka vottun.

Chavignol héraðið býr yfir þremur bestu vínekrunum á þessu svæði; Le Cul de Beaujeu, La Grande Côte og Les Monts Damnés. 33 hektarar af Les Monts Damnés  er í eigu vínhússins og Domaine  Delaporte  og er eitt fyrsta lénið í Sancerre – Chavignol héraði Frakklands.

Vín Domaine Delaporte eru öll gerð úr eigin þrúgum ræktaðar á vínekrum búsins. Vínhúsið kaupir því engar þrúgur annarsstaðar frá sem gerir það óháð öðrum vínræktendum héraðsins. Öll gróðursetning og viðhald vínviða ásamt fullri stjórnun á gæðum þrúganna er í þeirra höndum. Að framleiða allar sínar þrúgur gefur Domaine Delaporte því fullt vald yfir gæðum og glæsileika vínsins. 3/4 hlutar víngarðsins eru gróðursettir með Sauvignon Blanc þrúgunni og 1/4 með Pinot Noir.

80% af víngörðum Domaine Delaporte eru með fullkomna staðsetningu; Snúa í suður sem tryggir plöntunum langan,  góðan  sólargang og fullan þrúguþroska.

Domaine Delaporte  er lífrænt vottað vínhús frá árinu  2010. Enginn tilbúinn áburður skordýtaeitur eða annað slíkt er notað.

Sancerre Silex vínin sem við bjóðum frá þessu fornfræga vínhúsi koma frá ekru með 40+ ára gömlum vínvið. Þetta gefur vínunum dýpt, þroska og fyllingu sem yngri vín hafa ekki.

Síðan er það forvitnilegt að fyrsta Sancerre vín frá Frakklandi flutt til Bandaríkjanna var frá Domaine Delaporte, árið 1952.