CADE Estate

CADE Estate er tiltölulega nýtt vínhús í Napa dalnum, stofnað árið 2005.

Metnaður CADE liggur fyrst og fremst í að búa til vín sem eru í fremstu röð vína frá Napa.

Cade er fyrsta vínhúsið í Napa Valley til að fá svokallaða LEED GOLD vottun árið 2010.

Cade er einnig lífrænt vottað með CCOF vottun. ( California certified organic farmers)

Vínhúsið á 54 hektara lands á hinu fræga Howell Mountain svæði, þar af eru 21 hektari notað undir vínvið þeirra. Þessir víngarðar eru ofarlega eða í 550 metra hæð, vel yfir þokulínu þessa svæðis. Víngarðar þeirra eru gróðursettir með öllum vinstri bakka Bordeaux afbrigðum; Aðallega Sauvignum Blanc og Cabernet Saugvinon en einnig  aðeins Malbec og Petite Verdot.

Öll vinna á víngörðunum er 100% lífræn og nánast öll orkan ( um 98%) kemur frá sólarrafhlöðum.

Cade vínhúsið á einnig 33 hektara víngarð á Howell Mountain, svokallaðan ” 13th Vineyard”, sem er elsta og eftirsóttasta vínekran á þessu svæði eða frá árinu 1886!

Cade Estate er í eigu PlumpJack Estate.