AFF BLITZZ

Louis Roederer var stofnað árið 1776  sem Dubois Père & Fils.  Louis Roederer erfði síðan kampavínshúsið frá Dubois föðurbróður sínum árið 1833  og gaf því nafnið sitt sem við þekkjum svo vel í dag. Louis Roederer „fyrsti“ er talinn einn áhrifamesti einstaklingurinn varðandi  áhrif á þróun kampavíns og kampavínsverslunar.

Þetta heimsþekkta kampavínshús er búið að vera „virtasta kampavínshús í heimi“ í fimm ár í röð; 2020, 2021, 2022, 2023 og 2024 ! ( Drinks International)

Aldrei farið neðar á listanum en 3.sæti.

Ekkert kampavínshús hefur leikið það eftir.

Louis Roederer var valið sérstaklega sem kampavín vegna konungsvígslu Elísabetu II Englandsdrottningu 1953 og er eitt af örfáum kampavínshúsum sem hefur „konunglega heimild“ til að útvega kampavín í veislur Englandsdrottningar.

Louis Roederer er eitt af örfáum kampavínshúsum Frakklands sem enn er fjölskyldufyrirtæki og í eigu sömu fjölskyldu (maisons de champagne). Því er stjórnað af  Frédéric Rouzaud sem er fulltrúi sjöundu kynslóðar Louis Roederer ættarinnar! 

Kjallarameistari Louis Roederer er einn besti og þekktasti kjallarameistari heims, Jean-Baptiste Lecaillon.

Þetta fræga vínhús er oft nefnt „Guðfaðir rósavínsins í Provence héraði Frakklands“” eins og við þekkjum þau í dag. Domaines Ott er í meirihlutaeigu og umsjón Louis Roederer ( frá 2004) og býr til nokkur af bestu rósavínum Frakklands. Rósavínin By Ott, Chateau Romassan, Chateau De Selle, Clos Mireille og hið fræga Étoile sem er ávallt í hópi bestu rósavína heims. Allar ekrur Domaines Ott eru með lífrænna jarðvegsvottun. Geri aðrir betur !!

Château Jean Voisin

Saga vínhússins franska Château Jean Voisin  hefst árið 1583 þegar Jean Voisin, borgarstjóri í Saint-Émilion reisti sér býli á frekar ókönnuðu en þokkalega varðveittu landi í héraðinu. Hann gerði sér ljóst að landið og jarðvegurinn hentaði vel til framleiðslu á Merlot og Cabernet Franc vínþrúgum og Saint-Émilion vínið frá Jean Voisin tók að blómstra og þróast. Forseti Frakklands Emmanuel Macron, hefur valið Chateau Jean Voisin sem eitt af lykilrauðvínum sínum á vínseðli Élysée hallarinnar í París.

Chateau De Pez er eitt af þekktustu“ litlu“ Bordeaoux rauðvínshúsunum í Saint Estéphe vínhéraði Frakklands. De Pez var upphaflega stofnað af Jean de Briscos á 15. öld og er eitt elsta lénið / þorpið í Saint-Estèphe héraði Frakklands, nánar tiltekið á vinstri bakka Bordeaux.  Pontac fjölskyldan sem þá voru eigendur Château Haut-Brion urðu síðan eigendur í upphafi 16.aldar. Pez víngarðarnir erfðust síðan til barna þeirra og afkomenda. Eignin var í þeirra höndum fram að frönsku byltingunni 1789 og valdatöku Napoleons Bonaparte. Lénið var þá selt sem eign ríkisins og tilheyrði lénið röð fjölskyldna fram til ársins 1995 þegar það var keypt af kampavínshúsinu Louis Roederer.  Chateau De Pez var flokkað sem vínhús „Cru Bourgeois Exceptionnel“ frá árinu 2003 enda er rauðvínið frá þessu frábæra vínhúsi alveg unaðslegt!

Ramos Pinto

Ramos Pinto vínhúsið var stofnað 1880. Það er vel þekkt í Douro vínhéraði Portúgal fyrir yfirburðaþekkingu á jarðvegi Duoro svæðisins og hafa á löngum tíma fundið hvaða þrúgutegundir henta svæðinu best. Þannig hefur vínhúsinu tekist að rækta og framleiða bestu vínberin í Duoro héraði Portugals. Ramos Pinto framleiðir rúmlega 90% af öllum þeim þrúgum sem þeir þurfa. Það er óvenju hátt hlutfall en með þessari sérstöðu getur vínhúsið stjórnað ferli vínanna að fullu, frá byrjun til enda.

Ramos Pinto er leiðandi vínhús í Portúgölskum rauðvínum, hvítvínum og síðast en ekki síst, glæsilegum púrtvínum.