Vínhúsið Ramos Pinto er eitt af upprunalegu brautriðjendum hágæðavíns í Duoro héraði Portúgals. Þetta goðsagnakennda vínhús var stofnað í Vila Nova de Gaia í Portúgal árið 1880 af bræðrunum Adriano og Antonio Ramos Pinto.
Vínhúsið er vel þekkt fyrir ævintýralega góð púrtvín en hvítvín og rauðvín þeirra eru einnig einhver þau bestu sem koma frá Portúgal.
Í gegnum árin hefur Ramos Pinto náð yfirburðaþekkingu á ræktun þrúgutegunda Duoro svæðisins, þ.e þeim þrúgum sem henta svæðinu best. Þannig hefur vínhúsinu tekist að rækta og framleiða bestu vínþrúgurnar í Duoro héraði Portugals.
Ramos Pinto byrjaði fljótt að innleiða róttæka gæðaframleiðslustefnu, allt frá vínviðunum til vínanna. Með því að kaupa fjórar Quintas eða lönd hátt upp í fjöllum m.a.í Upper Douro dal og Cõa dalnum og endurgróðursetja plöntur í ríkjandi granít og kalkríkum jarðvegi, tókst vínhúsinu að verða leiðandi í portúgölskum rauðvínum, hvítvínum og síðast en ekki síst, ótrúlegum púrtvínum.
Ramos Pinto á fjögur bú í Douro dalnum: Quinta do Bom Retiro og Quinta da Urtiga, staðsett í Cima Corgo, auk Quinta dos Bons Ares og Quinta de Ervamoira, í Douro Superior. Þetta eru samtals um 360 hektarar af fyrsta flokks vínekrum.
Þar á meðal eru 187 hektarar af bestu víngörðum Alto Corgo og Douro Superior ökrunum í hinum fræga Duoro fjalladal sem myndast af Douro ánni og þverám hennar.
Ramos Pinto framleiðir yfir 90% af hráefnisþörf sinni. Þetta er hæsta framleiðsluhlutfall vínhúss í Douro dalnum og veitir vínhúsinu þannig algera stjórn á vínum sínum, frá ræktun á þrúgum til flösku.
Púrtvín Ramos Pinto hafa unnið til margvíslega alþjóðaverðlauna, td. gull–og platinum verðlaun frá „The Decanter wine world awards fyrir 20 og 30 ára púrtvínin. ( 98 stig af 100 mögulegum!)
Þetta heimsfræga vínhús er í meirihlutaeigu Louis Roederer frá árinu 1990.
-
Duas Quintas Duoro red 20213.490 kr.
-
Duas Quintas white 20223.490 kr.
-
Duas Quintas Reserva, white 2019, 20214.190 kr.
-
Ramos Pinto Adriano Reserva, Tawny6.490 kr.
-
Duas Quintas Vintage Reserva 2015 og 20196.990 kr.
-
Ramos Pinto Adriano Reserva, White7.749 kr.
-
Ramos Pinto 10 ára, Tawney7.990 kr.
-
Ramos Pinto Late Bottled Vintage 2017, Ruby8.570 kr.
-
Ramos Pinto 20 ára, Tawney13.699 kr.
-
Quinta de Ervamoira, red 201915.500 kr.
-
Ramos Pinto 30 ára, Tawney16.765 kr.
-
Ramos Pinto Vintage 1982, Ruby21.340 kr.