Ramos Pinto Late Bottled Vintage 2017, Ruby

8.570 kr.

Þrúgur: 59%Tourigo Nacional  Tourigo Franca 32% Tinto Cao 7% Tinta Barroca 3%

Styrkur: 19.4%

“Late Bottle Vintage” púrtvín kemur frá einu tilteknu ári og einni uppskeru, í þessu tilfelli 2017.

LBV 2017 er hefðbundið ósíað Late Bottle Vintage púrtari frá einu besta púrtvínshúsi heims.

Hér er fallegur djúprauður litur í glasi. Vínið er tiltölulega ungt, kröftugt og þétt.

Ilmur af hindberjum, bláberjum og dökkum kirsuberjum. Gómurinn er vel fylltur og mjúkur, fullur af þroskuðum ávöxtum.

Ríkuleg áferð af súkkulaði ásamt keim af sveskjum í endabragði.

Safaríkur tannin.

Dómar: Wine Spectator 91 // Robert Parker 93 // Decanter 95 //  International Wine Challenge 95 stig

AffBlitzz ehf

Á lager

Vörunúmer: RPLBV Vöruflokkur:

Lýsing

“Late Bottled Vintage” (LBV) 2017 er púrtvín sem er þroskað í eikartunnum í 5 ár áður en það er sett í flöskur. Þrúgurnar eru teknar úr einni uppskeru, í þessu tilfelli 2017 uppskerunni.

Þrúgurnar eru kramdar / troðnar með fótum, ekki í hefðbundinni pressu eins og oftast er gert.  Þannig aukast líkurnar á að púrtvínið verði silkimjúkt.

Ramos Pinto vínhúsið er einn virtasti púrtvínsframleiðandi í heimi!

 

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi