Lýsing
Þrúgur; 50% Rabigato, 25% Viosinho, 15% Arinto, 5% Gouveio, 5% Codega.
Styrkur: 13.5%
Þetta er frábært borðvín og rúmlega það, með meðalfyllingu og afskaplega gott jafnvægi eins og er einkennandi fyrir Ramos Pinto vínhúsið. Eikarbragð sprettur strax fram og vínið hefur skemmtilega flókinn góm miðað við verð. Semi – dry með fullt af gulum eplum, avocado og melónu.
Endabragðið einkennist af steinefnum og smá hunangsvott sem gefur því sérstakan og forvitnilegan blæ.