Þrúgur; 60% Touriga Nacional, 30% Touriga Franca, 5%Tinta Barca, 5% Sousão.
Styrkur: 15.5%.
Dómar; Wine Spectator; 91 stig // Robert Parker; 92 // Wine Enthusiast; 92 // The Wine Advocate; 93 // Vivino; 4.4 stig
Þetta er verulega ríkt og þroskað “reserva” rauðvín, aldrað í 18 mánuði í eikartunnum. Þetta er mjög ferskt, ávaxtaríkt og líflegt “full-body” portúgalskt rauðvín.
Ilmur af svörtu tei og svörtum ávöxtum speglar góminn. Þétt fylling og frábært jafnvægi alla leið inn í mjúkt og langt eftirbragð.
Í þessu reserva rauðvíni blómstrar Douro Superior í öllu sínu veldi!
Hér er dómur frá Þorra Hringssyni , Víngarðurinn,28.febr. 2023; >>” Ramos Pinto Reserva vín er í flokki þeirra allra bestu sem koma frá Íberíuskaganum og frábært að við skulum fá tækifæri til þess að versla það hér á landi. Ramos Pinto er gamalgróin, portúgölsk víngerð sem á topp víngarða sem skila af sér topp hráefni. Þetta Reserva vín kemur frá hugsanlega tveimur þeim bestu, Bons Ares og Quinta de Ervamoira, ofarlega í Douro dalnum.
Þetta er magnað vín í alla staði, mikið og flókið.”<<
Þetta vín býr yfir ógagnsæjum, plómurauðum massa og hefur ríflega meðalopinn ilm sem er dökkur og voldugur með ákaflega margt innanborðs, þar á meðal brómber, sprittlegin kirsuber, lakkrískonfekt, aðalberjaböku, kanil, fíkjusultu, blautt granít og gerjaðan heybagga.
Þetta er flókinn og margslunginn ilmur og ég reikna bara með því að væntanlegir neytendur finni sjálfir enn fleiri glefsur. Það er svo kröftugt og sýruríkt með talsvert magn af sætum tannínum og langvarandi bragð. Það er verulega unaðslegt.
Magnað vín í alla staði, mikið og flókið en gengur samt sem áður vel með topp steikum, grilluðu nautakjöti og bragðmikilli villibráð.
Fyrsta fimmstjörnu vín ársins 2023!” <<