L´Esprit Jean Voisin grand cru 2019 og 2020. 750 ml

4.590 kr.

Þrúgur: 95% Merlot, 5% Cabernet Franc.

Styrkur: 14,0%.

Vivino; 4.0 //J.Suckling: 91 stig // Wine Enthusiast; 91 stig //  Verdte Vin 91 stig // Falstaff Wine 92 stig

L Ésprit Jean Voisin er Grand Cru rauðvín frá St. Émilion í Bordeaux héraði Frakklands.

Á síðasta áratug eða svo hefur þetta vínhús rokið upp í gæðum, en ekki verði (ennþá) til að passa við stóru Grand Cru Bordeaux nöfnin ( Hugsaðu; 15- 40.000 kr.)

Þetta er glæsilega ilmandi  vín, töluvert flókið í  nefi.  Mjög  ríkt af svörtum ávöxtum,  en þó ekki þungt Bordeaux rauðvín, frekar meðalstórt.  Góður eikarkarakter.  Þétt uppbygging. Fínlegt tannin.  Merlot þrúgan er nánast allsráðandi en ákveðin birta og léttleiki kemur frá 5% af  Cabernet Franc þrúgunni.

Silkimjúkt og afskaplega bragðgott St. Émilion rauðvín. Grand Cru rauðvín á frábæru verði.

Fékk gullverðlaun “Concourse Del Feminalise” árið 2017 og 2021

Rauðvín frá þessu vínhúsi Chateau Jean Voisin, er borið fram við opinberar móttökur í Élysée forsetahöllinni í Frakklandi.

Einnig er forseti Frakklands Emmanuel Macron,  með Chateau Jean Voisin á vínseðli forsetahallarinnar.

 

AffBlitzz ehf
Vörunúmer: G1 Vöruflokkur:

Lýsing

Vínhúsið Château Jean Voisin er staðsett við norðurhluta Saint Émilion héraðsins, skammt frá Barbanne þverám og landamærunum við Montagne SaintÉmilion.  15 hektarar vínhússins eru gróðursettir í einni lóð umhverfis Château á hásléttunni Saint-Émilion. Það var síðan keypt af Chassagnoux fjölskyldunni á fimmta áratugnum og hún réð til starfa vínráðgjafann Hubert de Boüard til að bæta vínekrurnar og gæði rauðvínanna. Þráhyggja Huberts fyrir smáatriðum og skipulagi víngarða varð til þess að Jean Voisin víngarðinum var skipt upp í 19 “lóðir” sem hver um sig er ræktuð sérstaklega, allt eftir því hvaða þrúgu og rauðvín á að rækta.

Það er gaman að geta þess að L’Esprit de Jean Voisin rauðvínið er framleitt  úr einungis  5,5 hektara lóð!

 

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi