PlumpJack Merlot 2021

12.500 kr.

Þrúgur; 97% Merlot, 2% Cabernet Saugvinon, 1% Malbec

Styrkur; 15.2%

Dómar:  Vivino; 4.3 //  Wine Spectator; 93 stig // Jeb Dunnuck; 94 stig

PlumpJack Merlot er sett á flöskur eftir 20 mánaða öldrun.

Þetta er flókið og ríkulegt rauðvín sem bíður upp á frábæra spennu.  Þetta fallega Merlot vín býður upp á allt það sem hægt er að vilja af þessari tegund rauðvíns með sínu bústna, holduga bragði!

Nefið leiðir með ilm af kirsuberjum, hindberjum þurrkuðu tóbaki og snertingu af  súkkulaði, fylgt eftir með sætri jörð og þurrkuðum kryddjurtum.

Um miðbik sprettur fram kanill, kardimommur og kakóshnetur. Miðbikið er bragðmikið og „bústið“. Örlítið „diss“ af Malbec þrúgunni ( 1%) bætir við dýpt og þyngd.

Silkimjúkt tannín ásamt ferskri líflegri sýru  gefur þessu víni mikla lengd í eftirbragði með svip af expressó og bakarasúkkulaði!

Þetta er fágað og vel „prjónað“ vín með mikla spennu.

 

AffBlitzz ehf

Á lager

Vörunúmer: PJ21MEC7 Vöruflokkur:

Lýsing

PlumpJack víngerðin er staðsett í hjarta hins fræga Oakville svæðis í Napa Valley.  PlumpJack sérhæfir sig úrvals  Cabernet Sauvignon og Chardonnay vínum.

Kjallarameistari þeirra, Aaron Miller, er meðlimur í svokölluðum „300 klúbbi“ eftir að árgangarnir 2013, 2015 og 2016 af PlumpJack Estate fengu fullt hús stiga frá Robert Parker, Wine Advocate.

PlumpJack Cabernet Sauvignon  var valið „vín ársins 2004“  af tímaritinu Wine Enthusiast.

2002 og 2004 árgangarnir af PlumpJack Cabernet Sauvignon Reserve fengu báðir “Extraordinary” víneinkunnir, eða  96-100 stig frá víngagnrýnanda Robert Parker.

PlumpJack var fyrsta víngerðin í Napa Valley til að nota skrúftappa sem vínlokun á eðalvín (á dýrustu átöppunum)

PlumpJack á einnig vínhúsin  Cade, Odette og Adaptation Estate, öll í hjarta Napa Valley.

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi