PlumpJack Merlot 2021

12.500 kr.

Þrúgur; 97% Merlot, 2% Cabernet Saugvinon, 1% Malbec

Styrkur; 15.2%

Dómar:    Wine Spectator; 93  // Vivino; 4.4 // Jeb Dunnuck; 95 stig 

Plumpjack Merlot 2021 er efst í “fæðukeðju” Merlot vína; var kosið “Best overall Merlot wine to drink, 2024>” af Robb Report / food drink & wine.

The 9 Best Merlot From Around the World to Drink Right Now

>” This is pure class and one heck of a great Merlot as well as a value.”<

Þetta er flókið og ríkulegt rauðvín sem bíður upp á verulega fyllingu og spennu.  Þetta fallega Merlot vín býður upp á allt það sem hægt er að vilja af þessari tegund rauðvíns með sínu bústna, holduga bragði!

Nefið leiðir með ilm af kirsuberjum, hindberjum þurrkuðu tóbaki og snertingu af  súkkulaði, fylgt eftir með sætri jörð og þurrkuðum kryddjurtum.

Um miðbik sprettur fram kanill, kardimommur og kakóshnetur. Miðbikið er bragðmikið og „bústið“. Örlítið „diss“ af Malbec þrúgunni ( 1%) bætir við dýpt og þyngd.

Silkimjúkt tannín ásamt ferskri líflegri sýru  gefur þessu víni mikla lengd í eftirbragði með svip af expressó og bakarasúkkulaði!

Þetta er fágað og vel „prjónað“ vín með mikla spennu.

 

 

AffBlitzz ehf

Á lager

Vörunúmer: PJ21MEC7 Vöruflokkur:

Lýsing

Upprunaleg víngerð PlumpJack er frá 18. öld!

Röð tilviljana varð til þess eigendur PlumpJack eignuðust  eina elstu og frægustu vínekru í Napa Valley, Oakville Estate Wineyard.  Þetta er vínekra frá  árinu 1881, 17 hektarar  við rætur Vaca fjallgarðsins í hjarta Napa Valley.

PlumpJack víngerðin er því staðsett í hjarta hins fræga Oakville svæðis í Napa Valley.  PlumpJack sérhæfir sig í heimsklassa  Cabernet Sauvignon og Chardonnay vínum.

Kjallarameistari þeirra, Aaron Miller, er meðlimur í svokölluðum „300 klúbbi“ eftir að árgangarnir 2013, 2015 og 2016 af PlumpJack Estate fengu fullt hús stiga frá Robert Parker, Wine Advocate.

Plumpjack Merlot 2021 var kosið “Best overall Merlot wine to drink, 2024>” af Robb Report / food drink & wine.

PlumpJack Cabernet Sauvignon  var valið „vín ársins 2004“  af tímaritinu Wine Enthusiast.

PlumpJack Cabernet Sauvignon Reserve hafa fengið “Extraordinary” víneinkunnir, eða  96-100 stig frá víngagnrýnanda Robert Parker.

PlumpJack var fyrsta víngerðin í Napa Valley til að nota skrúftappa sem vínlokun á eðalvín sín.

PlumpJack á einnig vínhúsin  Cade, Odette og Adaptation Estate, öll í hjarta Napa Valley.

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi