Theophile Rosé

5.990 kr.

Þrúgur: 33% Pinot Noir, 33% Chardonnay, 33% Menuier
Styrkur: 12.5%
Dómar: Vivino 4.0
Theophile Rosé er hluti af kampavínslínu Louis Roederer á frábæru verði.  Þetta er mögulega besta rósakampavín í boði hérlendis, miðað við verð.
Í Theophile eru notaðar þrúgur frá yngstu víngörðum kampavínshússins en vínviðurinn er 10 ára og yngri, að meðaltali 8 ára gamall.  Þess vegna er þetta kampavín á lægra verði en gengur og gerist frá þessu virtasta kampavínshúsi í heimi síðastliðin 5 ár.( Drinks International)
Theophile Rosé er stundum lýst sem „Old world champagne“ í bestu merkingu þeirra orða, og með mikinn evrópskan sjarma.
Það er laxableikur litur í glasi, ríkt af rauðum ávöxtum eins og fersk jarðaber, rauð brómber og bökuð rauð epli. Steinefnaríkt sem gefur kampavíninu töluverða dýpt. 
Í Theophile Rosé er  30% eldri reserva vín notuð úr smiðju Louis Roederer sem gefur því silkifínt jafnvægi.
Þetta er „Full-body“ þurrt kampavín með góðri fyllingu og flottu jafnvægi. Langt og fullt eftirbragð sem gefur dýrari kampavínum  lítið eftir! 

Dómur frá Þorra Hringssyni, Víngarðurinn;

Champagne Théophile Brut Rosé (án árg.) ****1/2
>“ Það er best að hamra járnið meðan það er heitt og því er rétt að taka fyrir bleiku útgáfuna af Champagne Théophile áður en vinir Víngarðsins gleyma dóminum um Brut-útgáfuna. Þess vegna vísa ég beint á þann dóm í sögulegar skýringar á tilurð Champagne Théophile og hvers vegna Louis Roederer framleiðir þetta kampavín endrum og sinnum.
Champagne Théophile Brut Rosé er ljós-laxableikt að lit með fínlegar og þéttar loftbólur og í nefinu eru til að byrja með hefðbundnir gerjunartónar en svo þegar þeir dvína og færast í bakgrunninn þá koma fram glefsur af ferskum jarðarberjum, eplum, smjörhorni, læm, rauðu greipaldin og búttuðum vaxtónum. Þetta er heillandi ilmur, talsvert rauðari en í hinum venjulega Brut og jafnframt með heldur meira umfang.
Það er rétt ríflega meðalbragðmikið í munni, þurrt og ferskt með ákaflega gott jafnvægi og fína lengd.  Þarna er rauði ávöxturinn ákaflega greinilegur, jarðarber og jafnvel kirsuber en einnig græn epli, rautt greipaldin, vax og ögn af vínarbrauði með vanillukremi.
Það er sérstaklega gaman að bera þessi tvö Kampavín saman ( Brut Theophile og Brut Theophile Rosé)  og komast að raun um hversu ólík þau eru. Hið hvíta Brut er lóðrétt og steinefnaríkt með eftirbragð sem minnir á söl eða amk salt á meðan hið bleika er barmafullt af rauðum ávexti, breiðar mjaðmir og eins lárétt og þurrt kampavín getur orðið. Ég er orðinn það reyndur smakkari að gera mér grein fyrir að hvíta útgáfan er lengur að þroskast í flöskunni og svona steinefnarík Kampavín eru sennilega best eftir 1-4 ár í kjallaranum á meðan hið bleika er fullkomlega tilbúið.
Það er góður sopi núna og engin ástæða til að neita sér um þetta frábæra Kampavín.
Hafið það eitt og sér sem hátíðlegan fordrykk í sumar og vegna þess hversu lárétt þetta vín er þá þolir það allskonar mat, allt frá puttamat til bragðmeiri fiskrétta.“<
AffBlitzz ehf
Vörunúmer: Btheorose Vöruflokkur:

Lýsing

Hér notar kjallarameistari Louis Roederer,  Jean-Baptiste Lecaillon  þrjár klassísku þrúgur kampavíns, Pinot Noir, Pinot Meunier og Chardonnay  í jöfnum hlutföllum til að hleypa lífi í nýja  nútímaútgáfu á þessu yngsta og ferska Louis Roederer kampavíni Theophile Rosé,  sem átti blómaskeið sitt í París á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar þegar „stóru húsin í París“  þurftu að dekra við listamenn og „næturuglur“ á betri veitingahúsum og börum Parísborgar.

Gerjunin er meiri en hjá öðrum kampavínum Louis Roederer ( 50% malolactic fermentation) og vínið er látið þroskast / eldast á dreggjum sínum í 2 ár í flösku og síðan hvílt í 6 mánuði.

Dosage eða sykurviðbót er  9.5 gr/L