Le P´tit Jean Voisin Rosé

2.490 kr.

Þrúgur; 60% Cabernet Saugvinon, 25% Merlot, 15% Cabernet Franc

Styrkur; 12.0%

Rósavínið frá Chateau Jean Voisin er brakandi þurrt, ávaxtaríkt með lime, melónu og gulum eplum í forgrunni.

Frekar steinefnaríkt og furðu mikil fylling miðað við þetta frábæra verð. Gefur dýrari rósavínum ekkert eftir!

Þetta er ekta ljúft og “easy drinking” rósavín frá þessu þekkta rauðvínsvínhúsi í St.Émilion héraði Frakklands.

AffBlitzz
Vörunúmer: G6 Vöruflokkur:

Lýsing

Chateau Jean Voisin vínhúsið er fjölskyldurekið, í eigu og stjórnað af fjölskyldumeðlimunum Xavier Chassagnoux og Laurence Chassagnoux.

Vínekrurnar liggja norðan við Saint Émilion hérað Frakklands, skammt frá Barbanne þverám og landamærunum við Montagne Saint Émilion.

15 hektarar eru gróðursettir í einni lóð umhverfis Château á hásléttu  Saint-Émilion.

Rauðvínin frá  Chateau Jean Voisin eru notuð í opinberum veislum í Élysée- forsetahöllinni í Frakklandi!

 

 

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi