Le P´etit Jean Voisin Blanc

2.490 kr.

Þrúgur: 100 % Saugvinon Blanc

Styrkur: 13%

Hér er létt, þurrt og ávaxtaríkt Saugvinon Blanc hvítvín á frábæru verði frá hinu þekkta Chateau Jean Voisin vínhúsi í St Emilion héraðinu.

Þetta er nokkuð kraftmikið hvítvín með karakter sem kemur verulega á óvart miðað við verðflokkinn sem það er í!

Það er mjög ferskt, bragðgott og ávaxtaríkt.

Skemmtilegir gulir og grænir ávextir eru afgerandi , sérstaklega  epli, perur, lime og menóla. Undirliggjandi steinefni gefur þessu hvítvíni síðan fallegt eftirbragð.

. Það er fallegur ferskleiki í þessu Sauvignon Blanc hvítvíni.

„Easy  drinking“ og alveg ekta vor / sumarvín!

Dómar: Vivino 3.8 stig

AffBlitzz ehf
Vörunúmer: G5 Vöruflokkar: ,

Lýsing

Chateau Jean Voisin er fjölskyldurekið vínhús, í eigu og stjórnað af fjölskyldumeðlimunum Xavier Chassagnoux og Laurence Chassagnoux.

Vínekrurnar liggja norðan við Saint Émilion hérað Frakklands, skammt frá Barbanne þverám og landamærunum við Montagne Saint Émilion.

15 hektarar eru gróðursettir í einni lóð umhverfis Château á hásléttu  Saint-Émilion.

Rauðvínin frá  Chateau Jean Voisin eru á vínlista Élysée- forsetahallarinnar í Frakklandi og einnig notuð þar í opinberum veislum!

 

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi