PlumpJack Chardonnay Reserve 2021.

9.500 kr.

Þrúgur:  Chardonnay 100%

Styrkur: 14.2%

Dómar:   Vivino 4.2 stig // Wine.com 92  stig

Þetta er þurrt, líflegt, margslungið og verulega flókið hvítvín sem geislar af gæðum.

Í glasi er fallegur ilmur af bökuðum perum, ferskum grænum eplum og steinefnum.

Í munni bætist síðan við keimur af kiwi, melónu og hvítri ferskju ásamt fíngerðri sýru og ferskleika, sem gefur þessu fallega víni orku og lengd.

Fullt og langvarandi eftirbragð með örlítinn keim af hunangi í blálokin. Fullkomið jafnvægi.

Hér er frábært  “full bodied” Chardonnay hvítvín frá Napa Valley í hæsta gæðaflokk!

“What you get is a wine so layered and complex that it can take some time to unpack.” ( Hi – time wine cellars)

 

AffBlitzz ehf
Vörunúmer: NVCH Vöruflokkur:

Lýsing

PlumpJack víngerðin er staðsett í hjarta hins fræga Oakville – héraðs í Napa Valley.

Víngarður þeirra er um 17 hektarar og er upphaflega frá 18.öld þar sem frumkvöðlar í víngerð tóku sín fyrstu skref.

Kjallarameistarinn þeirra Aaron Miller, er meðlimur í svokölluðum “300 club” eftir að 2013, 2015 og 2016 árgangar PlumpJack Estate fékk fullt hús stiga ( perfect scores) frá Robert Parker, Wine Advocade.

PlumpJack á í dag vínhúsin Cade, Odette og Adaptation Estate, öll í  hjarta Napa Valley

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi