Cade Cabernet Saugvinon 2019

13.500 kr.

Þrúgur;  Cabernet Sauvignon 84%,  Petit Verdot, 16%

Styrkur 15,6%

Þetta stóra Napa Valley rauðvín hefur glæsilegan ilm af brómberjum, þroskuðum kirsuberjum, hvítum pipar og rósarblöðum. Krafmikið í nefi, fallega sætt og mjúkt tannin og stór fylling í munni.

Þegar líður á birtist dökkt súkkulaði , kakókeimur og smá kanill.  Langt og sérlega flott eftirbragð.

Skemmtilega hátt hlutfall Petit Verdot þrúgunnar ( 16%)  styrkir uppbyggingu þessa glæsilega víns og ljáir því stærð.

Tiltölulega hátt alkóholinnihald gefur víninu síðan  stóran og kraftmikinn karakter!

Vínið fékk 18 mánaða öldrun í Frönskum eikartunnum, þar af er helmingur nýjar tunnur.

Dómar: Vivino, 4.5 stig
AffBlitzz ehf
Vörunúmer: NVCC Vöruflokkur:

Lýsing

Cade Estate  var stofnað árið 2005 og er í eigu PlumpJack Estate Wineries.

Cade Estate er fyrsta vínhúsið í Napa Valley til að fá svokallaða LEED Gold Certificated vottun, árið 2010.

Vínhúsið er einnig lífrænt vottað CCOF ( California certified organic farmers)

Land þeirra nær yfir 24 hektara svæði og eru í 550 metra hæð yfir sjávarmáli, vel fyrir ofan þokulínu þessa svæðis.

Af þessum 24 hekturum eru einungis 9 hektarar notaðir fyrir vínvið til að framleiða Cade Estate Cabernet Saugvinon. Hinir 15 hektararnir voru settir í svokallaðan landsjóð þannig að þar verður alltaf opið rými!

Einnig á Cade Estate 33 hektara vínekru á Howell Mountain, svokölluð „13th vineyard“. Þetta er frægasta / besta vínekran í Napa Valley.

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi