PlumpJack Syrah 2018

11.700 kr.

Þrúgur: Syrah 100%

Styrkur: 15.2%

PlumpJack Syrah 2018 hefur djúpan ógagnsæjan fjólubláan lit. Nefið er stútfullt af kryddi, hvítum og svörtum pipar, bláberjum, plómum og þroskuðum skógarsveppum.

Þetta er “full bodied” rauðvín.

Það er þétt, flókið og  kraftmikið bragð af þessu glæsilega rauðvíni. Gómurinn er vel fullur með þéttum og silkimjúkum tannin. Einnig spretta fram ferskar fíkjur. Falleg og mild sýra þegar líður á.

Endabragð er langt og mikið með kakókeim og mjólkursúkkulaði. Syrah þrúgan nýtur sín hér til fulls!

Heildarframleðslan á PlumpJack Syrah 2018 er einungis 1.084 kassar.

Dómar:   Wine Spectator 92 stig //  Vivino 4.3 stig // Vinous 96 stig // Jeb Dunnoch 97 stig // Antonio Galloni 97 stig
AffBlitzz ehf
Vörunúmer: NVSI Vöruflokkur:

Lýsing

PlumpJack vínhúsið byrjaði sem lítil “nörda”hverfisvínbúð nálægt San Fransisco árið 1992!

Röð tilviljana varð síðan til þess að eigendur þessarar hverfisvínbúðar eignuðust  eina elstu og frægustu vínekru í Napa Valley, Oakville Estate Wineyard.  Þetta er vínekra frá  árinu 1881, 17 hektarar  við rætur Vaca fjallgarðsins í hjarta Napa Valley. Vínhúsið var stofnað þremur árum seinna,árið 1995.

Kjallarameistarinn þeirra Aaron Miller, er meðlimur í svokölluðum “300 club” eftir að 2013, 2015 og 2016 árgangar PlumpJack Estate fékk fullt hús stiga ( perfect scores) frá Robert Parker, Wine Advocade.

PlumpJack á í dag vínhúsin Cade, Odette og Adaptation Estate, öll í Napa Valley

 

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi