Collection 245 opnast með ilm af eplum og perum og það er hraður stígandi í bragði og fyllingu. Það er bæði „lárétt“ og „lóðrétt“ kampavín í senn; Mjúkt, bragðmikið og fyllir góm vel ( „lárétt“) en einnig er hraður stígandi í bragði og fyllingu. („lóðrétt“)
Gott og nákvæmt jafnvægi. Áferðin er mjög fersk, ríkuleg og óaðfinnanlegur sítrus keimur rís upp. Í gómnum eru afgerandi bragð af grænum eplum, sítrónu, ferskju og steinefnum.
Ferskt og langt eftirbragð með kitlandi saltkeim í bláendann.
Var valið af Esquire.com eitt af 5 bestu non-vintage kampavínum heims fyrir 2023. Umsögn; >>“Fruit-forward and as refreshing as they come, Louis Roederer’s Collection Brut Champagne is a dream to sip on. A wine worthy of a special occasion.“<<
Er sannarlega meðal bestu Brut non vintage vína í heimi og dómarnir endurspegla það!
Brut Collection er nýtt kampavín frá Louis Roederer sem leysir af hólmi Brut Premier non-vintage vínið vinsæla. Það heitir Collection 245 því þetta er uppskera nr. 245 frá stofnum Louis Roederer árið 1776.
Brut Collection 245 er búið til úr öllum þremur aðalvínþrúgunum; Chardonnay, Pinot noir og Pinot meunier. Brut Collection er þroskað í eikartunnum í 4 ár og síðan „hvílt“ í 6 mánuði í viðbót.
Brut Collection er svokallað „multi vintage“ því 44% af blöndunni er vintage og reserva kampavín.
55% vínsins er frá 2020 uppskerunni, 35% er vintage vín eða árgangsvín frá 2012-2016 og 10% er síðan svokölluð reserva vín, eða varasjóður sem notað er sérstaklega í Cristal kampavínið fræga.
Affblitzz notar vafrakökur til að bæta upplifun þína.
Functional
Always active
The technical storage or access is strictly necessary for the legitimate purpose of enabling the use of a specific service explicitly requested by the subscriber or user, or for the sole purpose of carrying out the transmission of a communication over an electronic communications network.
Preferences
The technical storage or access is necessary for the legitimate purpose of storing preferences that are not requested by the subscriber or user.
Statistics
The technical storage or access that is used exclusively for statistical purposes.The technical storage or access that is used exclusively for anonymous statistical purposes. Without a subpoena, voluntary compliance on the part of your Internet Service Provider, or additional records from a third party, information stored or retrieved for this purpose alone cannot usually be used to identify you.
Marketing
The technical storage or access is required to create user profiles to send advertising, or to track the user on a website or across several websites for similar marketing purposes.