Domaines Ott vínhúsið er almennt viðurkennt sem „Guðfaðir Provence rósavínsins“ eins og við þekkjum það í dag.
Þetta fræga vínhús var kosið “Besta evrópska vínhús ársins 2022” fyrir framúrskarandi vín. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaun eru veitt vínhúsi sem sérhæfir sig í rósavínum!!
>>“ In awarding this prize to the winehouse Domaines Ott, the Wine Enthusiast jury wished to recognise a fantastic rosé which has been instrumental in building the reputation of this flagship product from Provence among wine lovers around the world. „<<
Domaines Ott á 229 hektara af vínekrum sem eru ALLAR lífrænt vottaðar.
Vínhúsið var stofnað árið 1896 af Marcel Ott en Marcel Ott er talinn vera frumkvöðullinn á bak við fyrstu alvöru rósavínin. Þetta þekkta rósavínhús er staðsett í hjarta Provence héraðsins við Miðjarðarhaf, nánast við sjávarsíðuna.
Á upphafstíma Domaines Ott keypti Marcel Ott nokkrar grand cru vínekrur í Provence héraði Frakklands og endurnýjaði þær að fullu með þeim staðfasta metnaði að búa til fyrirmyndar Provencal vín úr bestu þrúgutegundunum. Í dag reka frændurnir Christian og Jean-François Ott vínhúsið og tileinka líf sitt ást forföður síns á Domines Ott rósavínum.
Þessi glæsilegu rósavín eru framleidd í þremur mismunandi búum: Château Romassan, Bandol ( 83 hektarar) , Clos Mireille ( 53 hektarar) og Château de Selle í Côtes de Provence héraði. ( 93 hektarar ) Hver þessara svæða hefur sinn eigin sjarma og persónuleika, allt eftir jarðvegi og hæð þeirra yfir sjó. Til gamans má nefna að eftir endurnýjun jarðvegsins á Château Romassan ekrunum þá tók það rúmlega 30 ár að gæði berjanna náðu því stigi að kjallarameistari Domaines Ott taldi ekruna tilbúna til að búa til alvöru gæðavín!
Domaines Ott er í „sjálfstæðri“ eigu kampavínshússins fræga, Louis Roederer ( frá 2004) og býr til nokkur af bestu rósavínum Frakklands. Rósavínin By Ott, Chateau Romassan, Chateau De Selle, Clos Mireille og hið fræga Étoile rósavín sem er eitt besta rósavín í heimi!
Öll búin hlúa að uppskeru sinni með lífrænum áburði ásamt því að nota náttúrulegar efnablöndur við meðferð á algengum vínviðasjúkdómum. Öll búin eru því lífrænt vottuð.
Búin eru meðal þeirra þekktustu í Provence héraði m.t.t. gæða og lífrænnar jarðvegsvottunar.
Einnig framleiðir Domaines Ott glæsilegt hvítvín, hvítvínið Clos Mireille Blanc, ásamt rauðvíninu Château Romassan Bandol Rouge.
-
Chateau Romassan Rosé 375 ml2.990 kr.
-
BY.OTT Rosé 20223.590 kr.
-
Chateau Romassan Rosé 20225.490 kr.
-
Clos Mireille White 20215.990 kr.
-
Chateau Romassan Rosé MAGNUM12.500 kr.
-
Étoile15.567 kr.