Spinasanta, 2020

8.900 kr.

Þrúgur: 100 % Nerello Mascalese

Styrkur; 14.5%

Dómar: Vivino, 4,1 stig // Wine Advocade 93+ // James Suckling 94

100% Bíódínamískt vottað rauðvín.

Enn eitt karakterríkt rauðvín! Ilmur af kraftmiklum skógarbotni, rauðum kirsuberjum, furu, og vel þroskuðum jarðarberjum. „Full body“ rauðvín. Bragð – og kraftmikið!

Tannín eru þétt, fínkorna og fyllt.  Örlítill keimur af  gamalli heysátu og sinu þegar líður á, ásamt  töluverðri fyllingu. Svartir og fallega þroskaðir rauðir ávextir taka síðan við út í endabragð og örlítill öskukeimur læðir sér inn um miðbikið, enda eru vínakrar Grippaldi við rætur Etnu!

Spinatansa 2020 er vel flókið og fínstillt í bragði.

UPPSELT

Out of stock

Vörunúmer: NG Spinasanta 20 Vöruflokkur:

Lýsing

Nicolo Grippaldi er nýjasta og ein skærasta stjarna ítalskra vína frá rótum Etnu á Sikiley.  Vínhúsið er lítið eða einungis 3.33 hektarar vínviðs, 100% bíódýnamískt vottaðir bæði á ökrum og einnig í brugghúsi.

Þetta litla vínhús var stofnað árið 2015 og er því  nánast nýbyrjað starfsemi.  Eigandi þess, Nicolo Grippaldi hafði áður unnið hjá vínhúsinu  Castello dei Rampolla og ákvað í framhaldi af því láta gamlan draum rætast og kaupa yfirgefnar vínekrur langafa síns  hans Salvatore,  í þorpinu Enna við rætur Etnu á Sikiley.

Vín Grippaldi eru karakterrík vín, „Terroir“, ( jarðbundin) hrein og glæsileg.

Þessi rauðvín eru þegar komin á vínseðil á þessum  3 stjörnu Michelin veitingastöðum:

1: Ristorante Osteris Francescana.

2: Ristorante Mudec / Enrico Bartolini í Mílanó.

3: Le Mirazur í Menton í Suður-Frakklandi.   Le Mirazur  var valinn besti veitingastaður í heimi 2019 og 2020!

Geri önnur nýbyrjuð vínhús betur!!

Vinakrarnir eru í rúmlega 600m hæð, ræktaðir með sikileysku þrúgunum Nera D ´Avola og Nerello Mascalese.

e.

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi