Ramos Pinto Vintage 1982, Ruby

21.340 kr.

Þrúgur; Tinto Barroca 70% //  Eldri vínviður 30%

Styrkur 20%

Þetta er viðkvæmt vín en afskaplega flókið. Nefið er glæsilegt og grípandi, ávaxtaríkt og mjúkt. Ekki ofsykrað eins og er stundum í Portvínum.

Glæsilegur djúprauður litur. Þetta er mjög „einbeitt vín“sem hækkar ótrúlega mjúklega í einstaklega rausnarlega fyllingu. Hugtökin „ójafnvægi“ og „harka“ eru einfaldlega ekki til í þessum 40 ára gamla Ruby púrtara.  Áferðin er fullkomin. Mjúkt, kvenlegt og umvefjandi….

Hér er afgerandi bragð af dökkum kirsuberjum, dökku eðalsúkkulaði, sveskjum og sætum krækiberjum með vott af vanillu.

Algerlega flauelsmjúkt frá upphafi til enda. Mjúkur, mikið þroskaður tannin.

Fullkomlega mjúkt og ótrúlega „elegant“,  alla leið í langt og rausnarlegt eftirbragð.

Dómar: Vivino 4.5 // Verdte vin 98 stig

AffBlitzz ehf

Á lager

Vörunúmer: RPV Vöruflokkur:

Lýsing

Ramos Pinto Vintage portvínin eru eingöngu framleidd í bestu uppskeruárum, í þessu tilfelli 1982 sem var sérlega gott ár.

Þrúgurnar voru sérvaldar árið 1982 að langmestu leiti frá ekrunni „Quinto de Ervamoria“ sem er elsta ekra Ramos Pinto. Þrúgurnar  voru síðan troðnar fótgangandi af starfsmönnum Ramos Pinto til að ná hinum „fullkomnum safa“!

 

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi