Hautes Pistes Pinot Noir

3.790 kr.

Þrúgur; 100% Pinot Noir

Styrkur: 13%

Dómar: Vivino 4.0 // James Suckling 90 // Win Enthusiast 91 stig

Býódýnamískt / lífrænt vín

Hautes Pistes rauðvínið er ræktað í hæðum Languedoc- Roussillon í Suður Frakklandi þar sem fer saman hlý sól ásamt svölu og þurru háfjallalofti.

Þetta Pinot Noir vín kemur á óvart miðað við verð.

Það er þurrt, dökkt, rúbínrautt í glasi og þroskaðir ávextir eru í forgrunni líkt og er í dýrari Pinot Noir vínum.
Strax spretta fram fersk hindber, kirsuber og vel þroskuð jarðaber. Einnig má finna ilm af ristuðum telaufum og skógarbotni.
Tannin eru mjúk og fíngerð með vægum kryddkeim.

Þetta vín býður upp á mikinn sjarma og hefur sterkan karakter.

AffBlitzz ehf
Vörunúmer: AMHPpinot noir Vöruflokkur:

Lýsing

Aubert & Mathieu er nútímalegt vínhús frá Languedoc – Roussillon héraðinu í Suður Frakklandi við rætur Pýreneafjalla. Þar eru margar af bestu vínekrum Suður Frakklands staðsettar.

Nálgun vínhússins er frá aðeins nýju og nútímalegu sjónarhorni. Öll vín þeirra eru býódýnamískt / lífrænt  vottuð og húsið notar nýstárlegar og umhverfisvænar aðferðir.
Sem dæmi þá eru flöskurnar úr endurunnu gleri, kassarnir úr endurunnum pappa og öll vín þeirra er ekki með álfilmu við korktappann.

Einnig eru merkingarnar á flöskunum skemmtilega öðruvísi!

Vínekrurnar  þeirra eru hátt yfir sjávarmáli til að fá dýpt í karakterinn á víninu.

>>“Tired of our respective professional lives, we left everything to pursue a slightly crazy dream: To
create wines with, a little unconventional and offbeat style with respect to our environment“<<;  Anthony
Aubert &amp; Jean-Charles Mathieu