Sancerre Chavignol Rosé

4.200 kr.

Þrúgur: 100% Pinot Noir

Styrkur: 13%

Dómar: Wine Enthusiast  90 stig  // Vivino: 90 stig // Vinous: 90 stig //  8 wines: 92 stig

Þetta er skemmtilega „bjart“ rósavín frá Sancerre héraði Frakklands, þurrt en töluvert kraftmikið.  Glæsilegur ljósur laxalitur í glasi.  Afgerandi rauðberjatónar eins og jarðaber og rauð hindber.

Kringlótt í munni með mjög góða fyllingu. Ferskt og líflegt með afgerandi áferð um miðbik.

Ávaxtamikið og fallegt Sancerre rósavín með  góðu jafnvægi alla leið í endabragð með fallegu eftirbragði af sítrusávöxtum.

 

AffBlitzz ehf
Vörunúmer: sanrouge Vöruflokkur:

Lýsing

Domaine Delaporte er um 300 ára gamalt vínhús staðsett á vinstri bakka Louire árinnar í hjarta Chavignol,  beint á móti Poully-Fumé.  Vínhúsið er fjölskyldufyrirtæki, í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi, eða  frá 17. öld!

Vín Domaine Delaporte eru öll gerð úr eigin þrúgum ræktaðar á vínekrum búsins. Vínhúsið kaupir því engar þrúgur annarsstaðar frá sem gefur húsinu fullt vald á framleiðslu sinni.

Þetta gefur Domaine Delaporte fullt vald yfir gæðum og glæsileika vínsins.

Domaine  Delaporte  er vottað vínhús til að  nota skilgreininguna „A.O.C. Sancerre“ við vínræktun sína.  Einungis 14 þorp í Chavignol  hafa slíka vottun.

Domaine Delaporte  er einnig lífrænt vottað vínhús frá árinu  2010. Enginn tilbúinn áburður skordýtaeitur eða annað slíkt er notað.

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi