Lýsing
Cristal kampavínið fræga var upphaflega bruggað árið 1876 þegar Alexander II Prússakeisari, mikill áhugamaður um gott kampavín valdi Louis Roederer að búa til afburðakampavín fyrir sig og hirð sína í krafti þess að Louis Roederer átti á þessum tíma flestallar grand cru ekrurnar í kampavínshéraði Frakklands!
Til að gera langa og merkilega sögu stutta þá varð Cristal í samvinnu við keisarann, fyrsta „prestige / Cuvée“ kampavínið í heimi.
Sonur Alexanders ll, Nikolay II Prússakeisari hafði sama smekk og faðir sinn fyrir afburða kampavíni og því var Cristal aðalkampavín keisaraættarinnar í 2 ættliði Romanoffættarinnar allt fram að rússnesku byltingunni 1917, með þeim voveiflegu atburðum sem þá urðu.
Stór og mikil saga, enda stórt og mikið kampavín, hér í Magnum útfærslu.