Chateau Romassan Rosé

5.490 kr.

Það er mikið og margslungið bragð af þessu frábæra rósavíni sem finnst ekki í ódýrari rósavínum.  Vínið er afar ljúffengt með ilm og bragð af granateplum, ferskjum, melónukeim og steinefnum. Vínviðurinn  vex allur í dæmigerðum „Bandol terroirs“: þurrum jarðvegi, ríkur af kalk-og sandsteini og einstaklega þurru og sólríku veðri. Þessi atriði tryggja að Mourvèdre, helsta þrúgan í þessari blöndu, ( 60%)  fær að sýna styrk sinn svo um munar og býr til farveg fyrir flókna uppbyggingu og mjög  margslungna fyllingu bragðsins ásamt einstakri  öldrunargetu vínsins. Þetta yndislega rósavín er því  knúið áfram af Mourvèdre þrúgunni,  fyllingu Grenache þrúgunnar bætt við og lokahnykkurinn er silkimýkt Cinsault þrúgunnar.

Afar heillandi eðalrósavín.

“Chateau Romassan er besta rósavín í hillum Á.T.V.R”!  er umsögn Þorra Hringssonar vínsmakkara.

Chateau Romassan  fékk gullverðlaun fyrir besta rósavínið hjá „ The Global Rose Masters“ árið 2020.

“Besta evrópska vínhús ársins 2022” fyrir framúrskarandi vín að mati gagnrýnenda Wine Enthusiast!

Dómar:  Vivino; 4.2 stig // The Wine Advocate; 93 stig // Vinous Media; 93 stig // Wine and Spirits , 2021 ; 96 stig

 

AffBlitzz ehf

Á lager

Vörunúmer: D3 Vöruflokkur:

Lýsing

Þrúgur; 60% Mourvèdre, 20% Cinsault, 20% Grenache.

Styrkur: 13,5%

Domaines Ott vínhúsið fræga  var stofnað árið 1896 og er staðsett á besta stað við frönsku rivíeruna.

Domaines Ott var valið  “Besta evrópska vínhús ársins 2022” fyrir framúrskarandi vín að mati gagnrýnenda Wine Enthusiast! Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt rósavínsframleiðanda.

Vínhúsið hefur sérhæft sig í eðalrósavínum í rúm 100 ár og er almennt viðurkennt sem “Guðfaðir Provence rósavínsstílsins” eins og við þekkjum það í dag.

Allar ekrur  vínhússins eru lífrænt vottaðar.

Domaines Ott er í eigu og umsjón Louis Roederer og framleiðir nokkur bestu rósavín vín heims.  Þessi vín eru framleidd á þremur mismunandi búum: Château Romassan (Bandol), Clos Mireille og Château de Selle (báðir Côtes de Provence) Samtals 148 hektarar.

 

 

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi

Land

Hérað

Þrúgur

20% Cinsault, 20% Grenache, 60% Mourvèdre

Tegund

Áfengismagn

13,5%

Magn

Passar vel með

Alifuglakjöt, Grænmetisréttir, Skelfiskur, Svínakjöt