Lýsing
Þrúgur; 60% Mourvèdre, 20% Cinsault, 20% Grenache.
Styrkur: 13,5%
Domaines Ott vínhúsið fræga var stofnað árið 1896 og er staðsett á besta stað við frönsku rivíeruna.
Domaines Ott var valið “Besta evrópska vínhús ársins 2022” fyrir framúrskarandi vín að mati gagnrýnenda Wine Enthusiast! Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt rósavínsframleiðanda.
Vínhúsið hefur sérhæft sig í eðalrósavínum í rúm 100 ár og er almennt viðurkennt sem “Guðfaðir Provence rósavínsstílsins” eins og við þekkjum það í dag.
Allar ekrur vínhússins eru lífrænt vottaðar.
Domaines Ott er í eigu og umsjón Louis Roederer og framleiðir nokkur bestu rósavín vín heims. Þessi vín eru framleidd á þremur mismunandi búum: Château Romassan (Bandol), Clos Mireille og Château de Selle (báðir Côtes de Provence) Samtals 148 hektarar.