Lýsing
Cade Estate var stofnað árið 2005 og er í eigu PlumpJack Estate Wineries.
Það er fyrsta vínhúsið í Napa Valley til að fá svokallaða LEED Gold Certificated vottun.
Vínhúsið er einnig lífrænt vottað CCOF ( California certified organic farmers)
Land þeirra nær yfir 24 hektara svæði og eru í 550 metra hæð yfir sjávarmáli, vel fyrir ofan þokulínu þessa svæðis.
Af þessum 24 hekturum eru einungis 9 hektarar notaðir til að framleiða Cade rauðvín. Hinir 15 hektararnir voru settir í svokallaðan landsjóð þannig að þar verður alltaf opið rými!
Einnig á Cade Estate 33 hektara vínekru á Howell Mountain, svokölluð “13th vineyard”, þar sem vínrækt frá þeirri ekru hefur verið stunduð frá árinu 1886.
Frá þessari ekru kemur Cade Cabernet Saugvinon Howell Mountain 2018 rauðvínið.