Cade Cabernet Saugvinon Howell Mountain 2018

17.200 kr.

Þrúgur:  Cabernet Sauvignon 87%, Merlot 5%, Petit Verdot 5%, Malbec  3%

Styrkur: 15.6%

Cade Estate Cabernet Sauvignon 2018 er “full bodied”, þurrt og íburðarmikið rauðvín.

Þetta stóra vín sprettur fram með mikinn ilm af dökkrauðum ávöxtum, rósarblöðum,  villijurtum, kryddi og blóðappelsínu.

Síðan bætist við spennandi blanda af eik, kaffi og dökkt súkkulaði flæðir yfir góminn í glæsilegum tónum! Vínið er vel fyllt og stórt með íburðarmikilli flauelsmjúkri áferð, ásamt þéttum silkimjúkum tannin eins og best gerist frá Napa Valley vínhéraðinu.

Þetta stóra vín er sannarlega hlaðið persónuleika Cabernet Saugvinon eins og dómarnir endurspegla.

https://www.cadewinery.com/content/uploads/2021/09/2018CADEEstateHM_TechSheet.pdf

Dómar; Wine Searcher 94 stig  //  Vinous  95 stig  // Jeb Dunnuck  95 stig  // Vivino 4.6

AffBlitzz ehf
Vörunúmer: NVCE Vöruflokkur:

Lýsing

Cade Estate  var stofnað árið 2005 og er í eigu PlumpJack Estate Wineries.

Það er fyrsta vínhúsið í Napa Valley til að fá svokallaða LEED Gold Certificated vottun.

Vínhúsið er einnig lífrænt vottað CCOF ( California certified organic farmers)

Land þeirra nær yfir 24 hektara svæði og eru í 550 metra hæð yfir sjávarmáli, vel fyrir ofan þokulínu þessa svæðis.

Af þessum 24 hekturum eru einungis 9 hektarar notaðir til að framleiða Cade rauðvín. Hinir 15 hektararnir voru settir í svokallaðan landsjóð þannig að þar verður alltaf opið rými!

Einnig á Cade Estate 33 hektara vínekru á Howell Mountain, svokölluð “13th vineyard”, þar sem vínrækt frá þeirri ekru hefur verið stunduð frá árinu 1886.

Frá þessari ekru kemur Cade Cabernet Saugvinon Howell Mountain 2018 rauðvínið.

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi