Brut Rosé Vintage 2015 / 375 ml

5.840 kr.

Þrúgur: 63% Pinot Nour,  37% Chardonnay.

Styrkur: 12,0%

Dómar;  Vivino; 4.4 // Wine Spectator; 93 // The Wine Advocate; 94 stig // Wine Enthusiast; 95 stig

Stíllinn á þessu Rosé kampavínu er glæsilegur!  Mikil fylling,  frábært jafnvægi allan tímann og munúðarfullt eftirbragð með viðkvæma ávaxtasemi frá upphafi til enda.(rauðir ávextir).

Brut Rose opnast í fyrsta sopa með þéttum og ferskum ávaxtakeim með stórri og glæsilegri fyllingu . Þessu fylgir síðan  fíngerður og fallegur keimur af seiddu rúgbrauði  sem gefur víninu afar  fallegan “eleganz” og dýpt.

Flókið bragðið í fyllingunni minnir á ferskar kryddjurtir, smá kanil og papriku. Stórt, voldugt  og langt eftirbragð.

Sannarlega eitt besta rósakampavín í heimi!

 

 

 

AffBlitzz ehf, vinbudin.is (ÁTVR)

Á lager

Vörunúmer: B3 Vöruflokkur:

Lýsing

Gott og mikið rósakampavín eins og Brut Rosé Vintage  verður að búa til úr mjög þroskuðum þrúgum sem getur verið erfitt að fá í hinu klassíska kampavínsloftslagi.  Þessvegna keypti Louis Roederer á sínum tíma eina elstu kampavínsekruna, Cumières, rétt hjá ánni Marne,  en þar næst þessi svokallaði “phenolic maturity”, sem er sá þroski sem Louis Roederer sækist eftir í sitt yfirburða Brut Rosé  kampavín.  

Louis Roederer blandar ekki rauðvíni í sitt rósakampavín eins og langflest kampavínshús gera, heldur bruggar áfram hýðið af þrúgunum,  þannig að einstakur bleikrauður blær og mikill karakter verður af Brut Rosé Vintage kampavíni þeirra. 

Öll framleiðla Brut Rosé er sett á flöskur á búgarði Louis Roederer umvafin hinum sögulegu víngörðum í eigu fjölskyldunnar.

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi

Land

Hérað

,

Þrúgur

37% Chardonnay, 63% Pinot Noir

Magn

Tegund

Passar vel með

Bleikur fiskur, Mildir og mjúkir ostar, Skelfiskur, Svínakjöt