Brut Nature Philippe Starck Vintage 2015

11.900 kr.

Þrúgur: 37% Pinot Noir, 17% Pinot Meunier, 46% Chardonnay

Styrkur: 12.0%

Sykur: 0%

Býódínamískt vottað / lífrænt kampavín

Dómar: Vivino; 4.2 // Wine Enthusiast; 94  // Wine Advocate; 94  // Vinous Media; 94  // JamesSuckling.com; 95 stig

Brut Nature Philippe Starck er samstarfsverkefni milli æskuvinanna Frédéric Rouzaud, höfuð Louis Roederer og hönnuðins Philippe Starck. Þetta samstarf þeirra hófst fyrir 12 árum síðan. Þetta frábæra kampavín er eingöngu bruggað í bestu uppskeruárum hjá Louis Roederer.
Kampavínspælingar Frédéric Rouzaud, Philippe Starck og kjallarameistarans fræga Jean-Baptiste Lécaillon, leiddi til fyrsta “ópusins”, Brut Nature 2006, annars árgangs árið 2009 þriðja árgangs 2012 og loksins fjórða árgangsins, 2015.

Vínekran “Domaine Brut Nature” sem er notuð fyrir þetta einstaka kampavín er einungis um 10 ha.að stærð og er vottuð sem hrein biodínamísk vínekra.
Uppskeran er öll tekin upp á sama degi. Þrúgurnar eru síðan allar kreistar saman í einni samhljóða hreyfingu til að halda uppbyggingu Pinot Noir, þroska Pinot Meunier ásamt blómakarakter og líflegri sýru Chardonnaysins til fulls.

 

UPPSELT

Out of stock

SKU: BN Category:

Description

Brut Nature 2015 Philippe Starck er fullt,ríkt og svipmikið á góminn. Ilmar af þurrkuðum blómum fléttað við myntu, steinefni og milda sýru.Fyllir munn fullkomlega af frískleika.

Eftirbragð stórt og langt með örlítilli saltvatnsáferð.  Þetta er að fullu bíodínamískt kampavín og eingöngu bruggað í bestu uppskeruárum hjá Louis Roederer.

Additional information

Framleiðandi

Land

Hérað

,

Þrúgur

20% Chardonnay, 25% Pinot Meunier, 55% Pinot Noir

Magn

Tegund

Passar vel með

Bleikur fiskur, Mildir og mjúkir ostar, Skelfiskur, Svínakjöt