Lýsing
Þrúgur; 42% Chardonnay, 36% Pinot Noir, 22% Pinot Meunier.
Styrkur: 12,0%. Viðbættur sykur ( Doseage): 8 g/L
Brut Collection er nýtt kampavín frá Louis Roederer sem leysir af hólmi hið frábæra Brut Premier non-vintage kampavín. Það heitir Collection 244 því þetta er uppskera nr. 244 frá stofnum Louis Roederer árið 1776.
Brut Collection 244 er búið til úr öllum þremur aðalvínþrúgunum; Chardonnay, Pinot noir og Pinot meunier. Brut Collection er þroskað í eikartunnum í 4 ár og síðan „hvílt“ í 6 mánuði í viðbót.
Þó Brut Collection sé svokallað „non – vintage“ vín, þá væri réttara að kalla þetta frábærka kampavín „multi-vintage“ því hlutfall vintage og reserva vína í því er afar hátt eða 44% !
34% er vintage vín eða árgangsvín frá 2012-2016 og 10% er síðan svokölluð reserva vín, eða varasjóður sem notað er sérstaklega í Cristal kampavínið fræga.
Loks er 56% vínsins er frá 2017 uppskerunni.