Lýsing
Domaine Delaporte er um 300 ára gamalt vínhús staðsett á vinstri bakka Louire árinnar í hjarta Chavignol, beint á móti Poully-Fumé. Vínhúsið er fjölskyldufyrirtæki, í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi, eða frá 17. öld!
Vín Domaine Delaporte eru öll gerð úr eigin þrúgum ræktaðar á vínekrum búsins. Vínhúsið kaupir því engar þrúgur annarsstaðar frá sem gefur húsinu fullt vald á framleiðslu sinni.
Þetta gefur Domaine Delaporte fullt vald yfir gæðum og glæsileika vínsins.
Domaine Delaporte er vottað vínhús til að nota skilgreininguna „A.O.C. Sancerre“ við vínræktun sína. Einungis 14 þorp í Chavignol hafa slíka vottun.
Domaine Delaporte er einnig lífrænt vottað vínhús frá árinu 2010. Enginn tilbúinn áburður skordýtaeitur eða annað slíkt er notað.