Saga vínhússins franska Château Jean Voisin hefst árið 1583 þegar Jean Voisin, borgarstjóri í Saint-Émilion reisti sér býli á frekar ókönnuðu en þokkalega varðveittu landi þar um slóðir. Hann gerði sér fljótlega ljóst að landið og jarðvegurinn hentaði vel til framleiðslu á vínþrúgum og Saint-Émilion vínið frá Jean Voisin tók að vaxa og þróast.
Chassagnoux fjölskyldan keypti sig síðan inn í Chateau Jean Voisin árið 1955 en framleiðsla á afburða rauðvíni var hugarfóstur og aðaláhugamál systkinanna Pierre Chassagnoux og Amedee Chassagnoux.
Í dag er Jean Voisin áfram fjölskyldurekið vínhús þar sem það er enn í eigu og stjórnað af fjölskyldumeðlimunum Xavier Chassagnoux og Laurence Chassagnoux.
Vínekrurnar liggja norðan við Saint Émilion hérað Frakklands, skammt frá Barbanne þverám og landamærunum við Montagne Saint Émilion. 15 hektarar eru gróðursettir í einni lóð umhverfis Château á hásléttu Saint-Émilion.
Víngarður Chateau Jean Voisin er gróðursettur að mestu með Merlot þrúgunni sem gefur víninu mikið og ávaxtaríkt bragð með mjúki tanninn. Einnig er um 10% Cabernet Franc þrúgan, sem færir víninu glæsileika og margbreytileika. Þó víngarðurinn sé lítill þá er hann vel staðsettur á hásléttu í norðurhluta St.Emilion.
Forseti Frakklands Emmanuel Macron, er með Chateau Jean Voisin sem eitt af lykilrauðvínum sínum á vínseðli Élysée hallarinnar í París.
-
Le P´etit Jean Voisin Blanc2.490 kr.
-
Le P´tit Jean Voisin Rosé2.490 kr.
-
L´Esprit Jean Voisin grand cru 2018 / 375 ml3.190 kr.
-
L´Esprit Jean Voisin grand cru 2020. 750 ml4.590 kr.
-
Chateau Jean Voisin grand cru, 2015, 2016 og 20185.990 kr.
-
Le Club Chateau Jean Voisin grand cru 201616.800 kr.