Terroir Milo

3.990 kr.

Þrúgur: 70% Syrah, 10% Grenache, 10% Mourvedre, 10% Carignan

Styrkur: 14.5%

Dómar: Vivino 92 // James Suckling 93 // Decanter 93 stig

Þetta er dásamlega ilmandi og ríkt rauðvín frá Languedoc Roussillon í Suður Frakklandi.

Djúpur rúbínrauður litur. Þurrt og stórt en ekki þungt vín. Verulega flókin uppbygging.

Milo rauðvínið er hreint frábær blanda af fjórum þrúgum ( Syrah, Grenache, Mourvedre og Carignan) frá bestu grand cru ekru Landguedoc héraðsins,  Minervois La Liviniére.

Hér er ljúffeng blanda af sætri eik og mjög þroskuðum ávöxtum, dökku súkkulaði og espresso baunum með silkimjúkum þroskuðum tanninum og bjartri sýru.  Stórt og fallegt vín en  þó ekki þungt.  Vínið endar síðan í löngu fallegu eftirbragði af kirsuberjum, jarðaberjum, villijurtum  og  gömlum skógarbotni.

Þetta rauðvín er sannarlega  “allur pakkinn” og  á ótrúlega góðu verði fyrir vín af þessum kaliber.

“>>This redwine is a steal, considering the pedigree for this wine.

Its’s the whole package, considering it´s price <<”. (Decanter)

 

 

 

AffBlitzz ehf
SKU: AMmilo Category:

Description

Antony Aubert og Jean-Charles Mathieu eru nýjir víngerðarmenn í rótgróna vínheiminum og standa á bak við nokkur af mest spennandi og snilldarvel gerðum lífrænt ræktuðum vínum Langeudoc héraðsins í Suður Frakklandi.

Ein af betri vínekrum þessa svæðis er í bakgarði þeirra, ekran Minervois La Liviniére

Nálgun vínhússins er frá aðeins nýju og nútímalegu sjónarhorni. Öll vín þeirra eru býódýnamískt / lífrænt  vottuð og húsið notar nýstárlegar og umhverfisvænar aðferðir.
Sem dæmi þá eru flöskurnar úr endurunnu gleri, kassarnir úr endurunnum pappa og öll vín þeirra er ekki með álfilmu við korktappann.

Einnig eru merkingarnar á flöskunum skemmtilega öðruvísi.

Vínekrurnar þeirra eru hátt yfir sjávarmáli til að fá dýpt í karakterinn.

>>“Tired of our respective professional lives, we left everything to pursue a slightly crazy dream: To
create wines with, a little unconventional and offbeat style with respect to our environment“<<  Anthony
Aubert & Jean-Charles Mathieu