Lýsing
„Late Bottled Vintage“ (LBV) 2017 er púrtvín sem er þroskað í eikartunnum í 5 ár áður en það er sett í flöskur. Þrúgurnar eru teknar úr einni uppskeru, í þessu tilfelli 2017 uppskerunni.
Þrúgurnar eru kramdar / troðnar með fótum, ekki í hefðbundinni pressu eins og oftast er gert. Þannig aukast líkurnar á að púrtvínið verði silkimjúkt.
Ramos Pinto vínhúsið er einn virtasti púrtvínsframleiðandi í heimi!




