Lýsing
Adriano Reserva non vintage portvínið er tileinkað stofnanda Ramos Pinto, bræðrunum Adriano og Antonio Ramos Pinto sem stofnuðu vínhúsið árið 1880. Þetta skemmtilega portvín kom Ramos Pinto á kortið í vínheiminum á sínum tíma og gerði vínhúsið nánast einráða með portvín í Brasilíu og stórum hluta Suður Ameríku.
Þetta portvín sló þar svo rækilega í gegn að þau voru einfaldlega kölluð „Adriano“ en ekki portvín í þessum heimshluta!