Ramos Pinto Adriano Reserva, Tawny

6.490 kr.

Þrúgur: Tuoriga Franca, Tinta Roriz og  Tinta Cao

Styrkur: 19.5%

Adriano Reserva er non-vintage púrtvín frá púrtvínssnillingunum hjá Ramos Pinto.  Dökkrautt.

Þetta er blanda af 6 til 7 ára gömlum vínum, látin þroskast í eikartunnum og er með afskaplega gott jafnvægi milli ferskleika (ungt) og flækjustigs (gamalt) enda er vínið akkúrat þar á milli í aldri.

Strax í munni finnur maður brómber, hindber,  sveskju og fallegan leðurkeim. Þessi púrtari er ekki flókinn í bragði eða þungur, heldur frekar léttur og þægilegur með fallegt bragð sem endar með vott af dökku súkkulaði.

Dómar; Vivino, 4.0 stig

 

AffBlitzz ehf

Á lager

Vörunúmer: E5W Vöruflokkur:

Lýsing

Adriano Reserva non vintage portvínið er tileinkað stofnanda Ramos Pinto, bræðrunum Adriano og Antonio Ramos Pinto sem stofnuðu vínhúsið árið 1880. Þetta skemmtilega portvín kom  Ramos Pinto á kortið í vínheiminum á sínum tíma og gerði vínhúsið nánast einráða með portvín í Brasilíu og stórum hluta Suður Ameríku.

Þetta portvín sló þar svo rækilega í gegn að þau voru einfaldlega kölluð  „Adriano“ en ekki portvín í þessum heimshluta!

 

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi