Lýsing
Upprunaleg víngerð PlumpJack er frá 18. öld!
Röð tilviljana varð til þess eigendur PlumpJack eignuðust eina elstu og frægustu vínekru í Napa Valley, Oakville Estate Wineyard. Þetta er vínekra frá árinu 1881, 17 hektarar við rætur Vaca fjallgarðsins í hjarta Napa Valley.
PlumpJack víngerðin er því staðsett í hjarta hins fræga Oakville svæðis í Napa Valley. PlumpJack sérhæfir sig í heimsklassa Cabernet Sauvignon og Chardonnay vínum.
Kjallarameistari þeirra, Aaron Miller, er meðlimur í svokölluðum „300 klúbbi“ eftir að árgangarnir 2013, 2015 og 2016 af PlumpJack Estate fengu fullt hús stiga frá Robert Parker, Wine Advocate.
Plumpjack Merlot 2021 var kosið „Best overall Merlot wine to drink, 2024>“ af Robb Report / food drink & wine.
PlumpJack Cabernet Sauvignon var valið „vín ársins 2004“ af tímaritinu Wine Enthusiast.
PlumpJack Cabernet Sauvignon Reserve hafa fengið “Extraordinary” víneinkunnir, eða 96-100 stig frá víngagnrýnanda Robert Parker.
PlumpJack var fyrsta víngerðin í Napa Valley til að nota skrúftappa sem vínlokun á eðalvín sín.
PlumpJack á einnig vínhúsin Cade, Odette og Adaptation Estate, öll í hjarta Napa Valley.