Brut Theophile

5.990 kr.

Þrúgur; 33% Pinot Noir, 33%  Chardonnay, 33% Menuier

Styrkur: 12%

Dómar: Vivino; 4.0 stig.

Theophile er hluti af kampavínslínu Louis Roederer á frábæru verði.  Mögulega besta Brut kampavín hérlendis,  miðað við verð.

Í Theophile eru notaðar þrúgur frá yngstu víngörðum kampavínshússins og  þess vegna er  þetta kampavín á lægra verði en gengur og gerist frá þessu virtasta kampavínshúsi í heimi síðastliðin 5 ár.( Drinks International)

Vínviðurinn er 10 ára og yngri, að meðaltali 8 ára gamall.

Liturinn í glasi er strágulur. Nefið angar af gulum ávöxtum, sætabrauði og ristuðum kakóbaunum.

Þetta er létt,  safaríkt og ferskt kampavín með  „lárétta“ uppbyggingu og   „búttað“  bragð með tónum af hvítum blómum, peru og sjávarsalti.

Silkimjúkt, þurrt og mjög fágað.

Hér er frábært jafnvægi milli uppbyggingu og ávaxtar Pint Noir og fínleika Chardonnay

Louis Roederer  Theophile er þægilegt og  „easy drinking“  en á sama tíma finnur maður strax gæðin og göfga í þessu fallega  kampavíni.

Eingöngu hjá AffBlitzz ehf
Vörunúmer: Btheo Vöruflokkur:

Lýsing

Hér notar kjallarameistari Louis Roederer,  Jean-Baptiste Lecaillon  þrjár klassísku þrúgur kampavíns, Pinot Noir, Pinot Meunier og Chardonnay  í jöfnum hlutföllum til að hleypa lífi í nýja  nútímaútgáfu á þessu yngsta og ferska Louis Roederer kampavíni Theophile,  sem átti blómaskeið sitt í París á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar þegar „stóru húsin í París“  þurftu að dekra við listamenn og „næturuglur“ á betri veitingahúsum og börum Parísborgar.

Gerjunin er meiri en hjá öðrum kampavínum Louis Roederer ( 50% malolactic fermentation) og vínið er látið þroskast / eldast á dreggjum sínum í 2 ár í flösku og síðan hvílt í 6 mánuði.

Dosage eða sykurviðbót er  9.5 gr/L