Le Club Chateau Jean Voisin grand cru 2016

16.800 kr.

Þrúgur; 100% Merlot.

Styrkur: 14,0%.

Dómar: Vivino; 4.8 stig// Falstaff 95

Hér er á ferðinni flaggskip  Chateau Jean Voisin vínhússins, Le Club vintage 2016!

Le Club er mjög stórt, mikið og klassískt rauðvín frá hægri bakka St-Émilion héraðsins í Frakklandi.  Fallegur og mjög flókinn ilmur, dökkt vín í glasi. Fyrsti sopinn býður upp á ríkulegt og mjúkt tannin yfirbragð með safaríkum eiginleikum dökkra ávaxta eins og brómber, plómur og svört kirsuber.  Afskaplega stórt og mikið bragð. Fyllingin unaðsleg.

Leiðir síðan út í dásamlegt ferðalag bragðlaukanna þar sem  djúpt og langt endabragð  Le Club vínsins endurspeglar dásemd Merlot þrúgunnar!

Þetta er voldugt rauðvín enda er hér um að ræða  mjög stórt „Grand Cru“ vín.

Þetta er eitt besta rauðvín St Émilion héraðsins!

 

 

 

 

AffBlitzz ehf
Vörunúmer: G4 Vöruflokkur:

Lýsing

Vínhúsið Château Jean Voisin er staðsett við norðurhluta Saint Émilion héraðsins, skammt frá Barbanne þverám og landamærunum við Montagne Saint Émilion.  15 hektarar vínhússins eru staðsettir í einni lóð umhverfis Château á hásléttunni Saint-Émilion þar sem jarðvegurinn er leirkenndur sandjarðvegur. Það var síðan keypt af Chassagnoux fjölskyldunni á fimmta áratugnum og hún réð til starfa vínráðgjafann Hubert de Boüard til að bæta vínekrurnar og gæði rauðvínanna. Þráhyggja Huberts fyrir smáatriðum og skipulagi víngarða varð til þess að Jean Voisin víngarðinum var skipt upp í 19 „lóðir“, sem hver um sig er ræktuð sérstaklega eftir því hvaða þrúgu og rauðvín á að rækta.

Öll Merlot þrúguuppskeran sem notuð er í Le Club kemur af  0.75 hektara svæði af 15 hektara vínekrum Chateau Jean Voisin.

Heildarframleiðslan af þessu stóra og fallega rauðvíni er einungis 874 flöskur! Þetta er því sannarlega afar sjaldgæft St-Émilion rauðvín!

 

 

 

 

 

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi