Hautes Pistes Chardonnay

4.490 kr.

Þrúgur; 100% Chardonnay

Styrkur; 13%

Dómar: Vivino 4.1 // Wine Enthusiast 90 stig

Býódýnamískt / lífrænt vín.

Haustes Pistes Chardonnay er þurrt strálitað hvítvín með ilm af safaríkum eplum, ferskjum, brioche brauði og þroskuðum sítrus.

Þetta er medium body hvítvín með safaríku bragði.

Þetta fallega hvítvín geislar af góðu jafnvægi og fallegum Chardonnay karakter.

Í munni  bætist við vanilla, aprikósukeimur hressandi sítrus og  ristaður eikarviður sem bætir við flækjustig þessa fallega Chardonnay víns.

Hnetukeimur og krítarbragð í lokin.

Eftirbragðið er mjúkt, vel langt og glæsilegt  miðað við hvítvín í þessum verðflokki.

 

AffBlitzz ehf
Vörunúmer: AMHPChardonney Vöruflokkur:

Lýsing

Aubert & Mathieu er nútímalegt vínhús frá Languedoc – Roussillon héraðinu í Suður Frakklandi við rætur Pýreneafjalla. Þar eru margar af bestu vínekrum Suður Frakklands staðsettar.

Nálgun vínhússins er frá aðeins nýju og nútímalegu sjónarhorni. Öll vín þeirra eru býódýnamískt / lífrænt  vottuð og húsið notar nýstárlegar og umhverfisvænar aðferðir.

Sem dæmi þá eru flöskurnar úr endurunnu gleri, kassarnir úr endurunnum pappa og hluti af línunni er ekki með álfilmu við korktappann. Einnig eru merkingarnar á flöskunum skemmtilega öðruvísi!

Vínekrurnar þeirra eru hátt yfir sjávarmáli til að fá dýpt í karakterinn.

>“Tired of our respective professional lives, we left everything to pursue a slightly crazy dream:  To create wines with, a little unconventional and offbeat style with respect to our environment“<<  Anthony Aubert & Jean-Charles Mathieu