Guerrieri Del Mare 2023

6.490 kr.

Þrúga: 100% Biancello

Styrkur: 13.5%

Dómar: Vivino 4.3 // Luca Maroni 98 stig

Guerriero Del Mare er hvítvínsflaggskip Guerrieri vínhússins.

Þetta fallega og stóra hvítvín er aðeins gert í bestu árum og þrúgur notaðar af  vínvið úr elstu og bestu ekru þeirra.

Þetta er tiltölulega stórt ( bold) og flókið hvítvín með frábært jafnvægi. Mikill karakter.

Það er djúpur ilmur af kryddjurtum eins og Rósmarin og Melissa.

Hvít blóm spretta fram ásamt þroskuðum ferskjum,nektarínium, greipaldin og ástaraldin. Einnig má finna snefil af vanillu.

Áberandi eucalyptus og hunang um miðbikið með góðu flækjustigi.

Langt  og flókið eftirbragð með glæsilegum steinefnum.

Þetta er sannarlega ítalsk hvítvín í sérflokki.

AffBlitzz ehf
SKU: GUdelmare Category:

Description

Guerrieri vínhúsið er  í vínræktarhéraðinu La Marche í Austur Ítalíu og er 48 hektarar að stærð.  Það er í rúmlega 200 metra hæð í hlíðum Pesaro á austurbakka Metauro árinnar  í 10 km. fjarlægð frá Adríahafi.

Þetta er gamalgróið fjöldskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1800 og hefur því framleitt vín í rúm 200 ár.

Guerrieri fjölskyldan hefur rekið búgarðinn í sex kynslóðir með sterka áherslu á lífrænar aðferðir ( biodynamic) og notkun staðbundinna þrúguafbrigða í La Marche héraðinu.

Vínhúsið ræktar sjálft allar sínar þrúgur með100%  lífrænum aðferðum.