Étoile

15.567 kr.

Þrúgur; 78% Grenache,  22% Mourvèdre.

Styrkur; 13,5%.

Dómar;  Vivino 4.4  stig // The Wina Advocate; 94  // James Suckling 94 // Vinous Media  95

Þetta glæsilega rósavín hefur kristaltært yfirbragð með bleikum perlu-koparlit. Að stærstum hluta er það gert úr Grenache þrúgunni en er einnig með  Mourvèdre þrúguna innanborðs. Mjög svipmikið  framúrskarandi rósavín í heimsklassa.

. Grípandi ilmurinn úr glasinu bendir til greipaldins og vanillu.  Vínið opnast síðan með yndislegri sítrónu og steinefna sprengingu ásamt ferskleika af sítrus og framandi ilm af ávöxtum, m.a. rauðum hindberjum og kirsuberjum. 

Vínið er alveg silkimjúkt og bragðmikið í góm, verður síðan  fyllra, stærra og kringlóttara með keim af mangó og ástríðuávöxtum.  Ferskleiki Étoile heldur síðan út í ferðalag í langvarandi og sólríkt endabragð „miðjarðarhafsloftslags“……….. !

„Besta rósavínið á Íslandi – PUNKTUR ! “ ( Vínsíðan / Eiríkur Orri )

 

AffBlitzz ehf
Vörunúmer: D4 Vöruflokkur:

Lýsing

Domaines Ott vínhúsið fræga  var stofnað árið 1896 og er staðsett á besta stað  frönsku rivíerunni.

Domaines Ott var valið  „Besta evrópska vínhús ársins 2022“  fyrir framúrskarandi vín að mati gagnrýnenda Wine Enthusiast!  Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt rósavínsframleiðanda.

Vínhúsið hefur sérhæft sig í eðalrósavínum í rúm 100 ár og er almennt viðurkennt sem “Guðfaðir Provence rósavínsins” eins og við þekkjum það í dag.

Ekrur  vínhússins eru allar lífrænt vottaðar.

Hið glæsilega Étoile er flaggskip Domaines Ott. Étoile tekur það besta frá öllum þremur búum vínhússins  Domaines Ott;  Château de Selle, Clos Mireille í Côtes de Provence og Château Romassan í Bandol. 

Étoile er hæsta stig  Domaines Ott vínakranna og eitt besta rósavín í heimi.  Stórkostlegt rósavín frá Provence héraði Frakklands!

 

 

 

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi