Cristal Rosé 2014

69.643 kr.

Þrúgur;  55% Pinot Noir, 45% Chardonnay ( 20% þroskað í eikartunnum)

Styrkur: 12,5%

Dómar: Vivino; 4.6 stig // Wine Spectator; 97 // The Wine Advocate; 99.

Aldur vínviðsins sem þrúgurnar eru handplokkaðar af er að lágmarki 30 ára og allt upp í 60 ára. Þetta  gefur Cristal Rosé mikla dýpt.

 Cristal Rosé er einfaldlega efst í  „kampavínsfæðukeðjunni“, ákaft, flauelskennt og afar hrífandi í bragði.  Líkt og  fullæfð hljómsveit sem blandar saman mörgum hljóðfærum í eitt sannfærandi lag, býður þetta  bjarta Rosé upp á hárnákvæmt jafnvægi sem fá, ef nokkur kampavín ná.

Það er til lítils að lýsa mismunandi tónum Cristal Rosé, auðveldara er einfaldlega að vitna  í bókina „Champagne: The essential guide to the wines, producers and winhouses“  eftir Peter Liem. (gefin út í október, 2017)

Þar er fullyrt á bls 267:  „This is the finest rosé in Champagne“.

Cristal er fyrsta „prestige / Cuvée“ kampavínið í heimi, eða frá 1876,  og það mest verðlaunaða.

AffBlitzz ehf
Vörunúmer: CR2 Vöruflokkur:

Lýsing

 Árið 1974, næstum 200 árum eftir stofnun kampavínshúss Louis Roederer  ákvað kjallarameistari þeirra Jean-Baptiste Lécallion að búa til Cristal Rosé cuvée. Til að ná fullu valdi á slíku kampavíni notaði kjallarameistarinn  Pinot Noir þrúgur af elsta vínviði sínum  úr fínustu grand cru víngörðum Louis Roederer.  

Kalksteins berggrunnurinn, kalkheldinn leirinn í jarðveginum og sérvalinn gamall vínviður gerir þrúgunum kleift í bestu árum að ná framúrskarandi ávaxtaþroska, sem er einmitt það sem Cristal kampavínin ganga út á. 

Engin malolactic gerjun. Skammturinn er 7 g/L.

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi