Lýsing
Domaines Ott vínhúsið er oft nefnt „Guðfaðir rósavíns“ í Provenz héraði Frakklands. En það var hvítvínið þeirra, Clos Mireille sem upphaflega færði Domaines Ott frægð sína.
Mireille er afar gamalt landsvæði við Frönsku Riveríuna, leirkenndur jarðvegur og án kalksteins. Nálægð víngarðanna við hafið skýrir eiginleika hvítvínsins en ekrurnar sem notaðar eru fyrir Clos Mireille hvítvínið ná nánast niður að sjó. Sjóloftslagið og sjávarúðinn skapa þannig kjöraðstæður fyrir framleiðslu á þessu afar skemmtilega hvítvíni.
Allar ekrur vínhússins eru lífrænt vottaðar.