Lýsing
Gott og mikið rósakampavín eins og Brut Rosé Vintage verður að búa til úr mjög þroskuðum þrúgum sem getur verið erfitt að fá í hinu klassíska kampavínsloftslagi. Þessvegna keypti Louis Roederer á sínum tíma eina elstu kampavínsekruna, Cumières, rétt hjá ánni Marne, en þar næst þessi svokallaði „phenolic maturity“, sem er sá þroski sem Louis Roederer sækist eftir í sitt yfirburða Brut Rosé kampavín.
Louis Roederer blandar ekki rauðvíni í sitt rósakampavín eins og langflest kampavínshús gera, heldur bruggar áfram hýðið af þrúgunum, þannig að einstakur bleikrauður blær og mikill karakter verður af Brut Rosé Vintage kampavíni þeirra.