Brut Nature Philippe Starck Rosé Vintage 2015

12.900 kr.

Þrúgur: 37% Pinot Noir, 17% Pinot Meunier, 46% Chardonnay
Styrkur: 12.0%.

Philippe Starck vildi með 2015 Nature Rosé, búa til kampavín sem væri ákveðið / kraftmikið og með mikinn karakter. Kjallarameistarinn Lécallion náði þessum pælingum Philippe Starck með því að velja þroskuðustu Pinot Noir þrúgurnar úr einni ekru ásamt Pinot Meunier þrúgum valdar af elsta vínviðnum. Hann tók upp hluta af þessum þrúgum fjórum dögum áður en öll uppskeran var tekin í hús og lét þau gerjast sér í köldu hitastigi, áður en allri uppskerunni var blandað við til gerjunar.
Brut Nature 2015 Philippe Starck Rosé er þurrt, fullt, ríkt og svipmikið á góminn. Áferðin er mjög þétt. Ilmar af þurrkuðum blómum fléttað við myntu, steinefni og milda sýru. Fyllir munn fullkomlega af frískleika. Eftirbragð langt og frískandi með örlítilli saltvatnsáferð.
Þetta er að fullu bíodínamískt kampavín og eingöngu bruggað í bestu uppskeruárum hjá Louis Roederer.

Vivino; 4.2 // Wine Enthusiast; 94 stig // Wine Advocate 94 stig Vinous Media; 94 stig // JamesSuckling.com; 95 stig

AffBlitzz ehf

Á lager

Vörunúmer: BNR Vöruflokkur:

Lýsing

Brut Nature Philippe Starck Rosé er samstarfsverkefni milli æskuvinanna Frédéric Rouzaud, höfuð Louis Roederer og hönnuðins Philippe Starck og hófst fyrir 12 árum síðan. Þetta frábæra kampavín er bruggað í bestu uppskeruárum hjá Louis Roederer, annars ekki.

Kampavínspælingar  Frédéric Rouzaud,  Philippe Starck  og kjallarameistarans fræga Jean-Baptiste Lécaillon,  leiddu til fyrsta „ópusins“, Brut Nature 2006,  annars árgangs árið 2009 þriðja árgangs 2012 og  loksins fjórða árgangsins sem er nú í boði, 2015 !  

Vínekran “Domaine Brut Nature” sem er notuð fyrir þetta einstaka kampavín er einungis um 10 ha.að stærð og vottað sem hrein biodínamísk vínekra.

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi