Lýsing
Brut Nature Philippe Starck Rosé er samstarfsverkefni milli æskuvinanna Frédéric Rouzaud, höfuð Louis Roederer og hönnuðins Philippe Starck og hófst fyrir 12 árum síðan. Þetta frábæra kampavín er bruggað í bestu uppskeruárum hjá Louis Roederer, annars ekki.
Kampavínspælingar Frédéric Rouzaud, Philippe Starck og kjallarameistarans fræga Jean-Baptiste Lécaillon, leiddu til fyrsta „ópusins“, Brut Nature 2006, annars árgangs árið 2009 þriðja árgangs 2012 og loksins fjórða árgangsins sem er nú í boði, 2015 !
Vínekran “Domaine Brut Nature” sem er notuð fyrir þetta einstaka kampavín er einungis um 10 ha.að stærð og vottað sem hrein biodínamísk vínekra.