Brut Collection 242 MAGNUM

16.900 kr.

Þrúgur; 42% Chardonnay, 36% Pinot Noir, 22% Pinot Meunier.

Styrkur: 12,0%.  Viðbættur sykur ( Doseage): 8 g/L

Brut Collection 242 er búið til úr öllum þremur aðalvínþrúgunum;  Chardonnay,  Pinot noir og Pinot meunier. Brut Collection er þroskað í eikartunnum í 4 ár og síðan “hvílt” í 6 mánuði í viðbót.

Collection 242 opnast með ilm af eplum og perum og er stundum lýst sem bæði “lárétt” og “lóðrétt” kampavín í senn. Mjúkt, bragðmikið og fyllir góm vel ( “lárétt”) en einnig er hraður stígandi í bragði og fyllingu. (“lóðrétt”)

Gott og nákvæmt jafnvægi. Áferðin er mjög fersk, ríkuleg og óaðfinnanlegur sítrus keimur rís upp. Í gómnum eru afgerandi bragð af grænum eplum, sítrónu, ferskju og  steinefnum.

Ferskt og langt  eftirbragð með kitlandi saltkeim í bláendann.

Er sannarlega meðal bestu Brut non vintage vína í heimi og dómarnir endurspegla það!

Dómar; Wine Spectator; 92 stig // Vivino; 4.2 stig //  Wine and Spirits; 93 stig //  Decanter; 93 stig //  Wine Advocade; 93+ // JamesSuckling.com; 94 stig

AffBlitzz ehf

Á lager

Vöruflokkur:

Lýsing

Brut Collection er nýtt kampavín frá Louis Roederer sem leysir af hólmi Brut Premier non-vintage  vínið vinsæla. Þessar Magnum flöskur heita Collection 242 því þetta er uppskera nr. 242 frá stofnum Louis Roederer árið 1776.

Þó Brut Collection sé svokallað “non – vintage” vín, þá væri réttara að kalla þetta frábærka kampavín  “multi-vintage” því hlutfall vintage og reserva vína í því afar hátt eða  44% !!

34% er vintage vín eða árgangsvín frá 2012-2016 og 10% er síðan svokölluð  reserva vín, eða varasjóður sem notað er sérstaklega í Cristal kampavínið fræga.

Loks er 56% vínsins er frá 2017 uppskerunni.

 

Viðbótar upplýsingar

Framleiðandi