Þrúgur: 100% Merlot.
Styrkur: 14,0%.
Dómar; Vivino: 4.2 stig // The Wine Enthusiast: 91 stig // The Wine Cellar: 92 stig // Vertde Vin: 93 stig // James Suckling.com: 94 stig
Chateau Jean Voisin er Grand Cru rauðvín frá St. Émilion í Bordeaux héraði Frakklands.
Hér er þetta frábæra rauðvín í boði sem magnum flaska ( 1.5L)
Á síðasta áratug eða svo hefur þetta vínhús rokið upp í gæðum, en ekki verði (ennþá) til að passa við stóru Grand Cru Bordeaux nöfnin ( Hugsaðu; 15- 40.000 kr.)
Þetta er stórt, ríkulegt og afskaplega fágað rauðvín. Meðalstórt / þungt. Glæsilegt jafnvægi alla leið í langt endabragð, fínlegur og mjúkur tannin. Sætar þroskaðar plómur, berjamikið, örlítill kakókeimur þegar líða tekur á.
Það er stór og mikil fylling í þessu bragðsterka rauðvíni sem leiðir út í langt og glæsilegt endabragð þar sem Merlot þrúgan fær sannarlega að blómsta.
Chateau Jean Voisin rauðvín er borið fram við opinberar móttökur í Élysée forsetahöllinni í Frakklandi.
Einnig er forseti Frakklands Emmanuel Macron, með Chateau Jean Voisin á vínseðli forsetahallarinnar.
“Superb Grand Cru Bordeaux vintage! Best price in the galaxy!” (James Suckling.com)
Dómur frá Þorra Hringssyni ,Víngarðurinn 28. júlí 2023; >“ Í St.Emilion vínhéraðinu sem tilheyrir Bordeaux eru saman komin á agnarsmáum bletti einhver bestu vínhús veraldar. Eftirspurnin þaðan er mikil og því seljast vínin þar oft mjög dýrt. En vín eins og Chateau Jean Voisin er dæmi um annað: Þetta vín er sannarlega að gefa mikið fyrir peninginn. Það er dimm-plómurautt og býr yfir meðalopinni og nútímalegri Bordeaux-angan þar sem finna má sultuð bláber, aðalber, krækiberjahlaup, leirkennda jarðvegstóna, þurrkaða ávexti, brenndar fíkjur, sveskju, púðursykur, balsam og talsverða nýlega eik sem skilar toffí, vanillu og kókosbollum.
Þetta er nokkuð flókinn og aðlaðandi ilmur með skýr upprunaeinkenni og þá frekar í nútímastíl og þessu víni má gjarna umhella til að draga allt það besta fram.
Það er þurrt, þétt og nokkuð aflmikið í munni með ákaflega góð byggingu og ferska sýru sem ætti að tryggja því góðan líftíma. Tannín eru ögn áberandi, einsog jafnan í ungum Bordeaux-vínum en þau eru fínkornótt og sæt. Þarna eru dökku berin mest áberandi, sultuð bláber og krækiber, en einnig plóma, kakó, balsam, steinefni, brenndar fíkjur og mjúkir og kremaðir vanillutónar sem minna á ristaðan kókos og karamellur. Vandað og upprunalegt vín með margar hliðar sem ákaflega gaman er að gæða sér á.
Frábær kaup.“<