Cristal Brut Vintage MAGNUM, 2012

87.600 kr.

Þrúgur: 60% Pinot Noir, 40% Chardonnay (32% látið þroskast í eikartunnum)

Styrkur; 12,5%.

Cristal kampavínið er flaggskip Louis Roederer.

Þetta er öflugt, “búttað”  og afskaplega flókið kampavín  enda búið að vera í flösku í  15 ár.

Blanda af gulum ávöxtum, safaríkum þroskuðum ávöxtum, sítrus- og mandarínu og fínristuðum hnetum. Glæsilegir krítartónar. Áþreifanlegt, þétt og safaríkt bragð. Endar sem stórt, kröftugt og bragðmikið með tón af salti.

Mjög langt og margslungið endabragð með alveg einstakri fyllingu allan tímann!

Cristal er fyrsta “prestige / Cuvée” kampavínið í heimi, eða frá 1876,  og það mest verðlaunaða.

Dómarnir hér að neðan segja allt sem segja þarf um þetta frábæra “Cuvée” kampavín.

Dómar:  Vivino; 4.6 stig // Media; 99 stig // Decanter; 99 stig // Jeb Dunnuck; 100 stig // James Suckling; 100 stig // Wine Enthusiast; 100 stig

AffBlitzz ehf
Vörunúmer: C1 Vöruflokkur:

Lýsing

Cristal kampavínið fræga var upphaflega bruggað árið 1876 þegar Alexander II Prússakeisari, mikill áhugamaður um gott kampavín valdi Louis Roederer að búa til afburðakampavín fyrir sig og hirð sína í krafti þess að Louis Roederer átti á þessum tíma flestallar grand cru ekrurnar í kampavínshéraði Frakklands!

Til að gera langa og merkilega sögu stutta þá varð Cristal í samvinnu við keisarann, fyrsta “prestige / Cuvée” kampavínið í heimi.

Sonur Alexanders ll,  Nikolay II Prússakeisari hafði  sama smekk og faðir sinn fyrir afburða kampavíni  og því var Cristal aðalkampavín keisaraættarinnar í 2 ættliði Romanoffættarinnar allt fram að rússnesku byltingunni 1917, með þeim voveiflegu atburðum sem þá urðu.

Stór og mikil saga, enda stórt og mikið kampavín, hér í Magnum útfærslu.

 

 

Viðbótar upplýsingar

Þrúgur

30% Chardonnay, 70% Pinot Noir

Magn

Passar vel með

Bleikur fiskur, Mildir og mjúkir ostar, Skelfiskur, Svínakjöt

Framleiðandi